Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 8

Íþróttablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 8
Landsmótið í hólum ***** * -*■*' ' i um einstöku hestamannafélögum, kappreiðar landsmótsins og síðast nýjar keppnisgreinar, sem nú var í fyrsta sinn keppt í á landsmóti. Voru það sérstök unglingakeppni, töltkeppni og gæðinga skeiðkeppni. í þessum keppnum reynir bæði á mismunandi hæfni og getu hrossanna og knapanna en öll hesta- mennska er samspil hests og knapa. Sýningin á kynbótahrossunum var óvenjulega glæsileg samanborið við fyrri landsmót og vakti þar einkum at- hygli sýning á afkvæmum stóðhestsins Sörla frá Sauðárkróki, sem á mótinu keppti til heiðursverðlauna fyrir af- kvæmi og fékk þau með þeirri umsögn að þar væri á ferðinni gæðingafaðir. Hitt var einnig að þessi sýning á kyn- bótahrossunum vakti athygli fyrir það hversu mikil framför hefur orðið í vilja hjá stóðhestunum. Þessi framför í vilja graðfolanna og þá einkum þeirra yngri verður til þess að ganghæfileikar þeirra njóta sín betur en skortur á vilja hefur oft lýtt sýningu á yngri flokkum stóð- hestanna á síðustu landsmótum. í afkvæmahópi Sörla voru saman komin mörg hver bestu hross landsins um þessar mundir og þó voru það tveir hestar úr þeim hóp, sem öðru fremur vöktu athygli en það voru stóðhestur- inn Náttfari frá Ytra-Dalsgerði, eign Sigurbjörns Eiríkssonar, Stóra-Hofi og klárhesturinn Hlynur frá Akureyri, eign Reynis Björgvinssonar, Bringu. Auk þess að fylgja föður sínum til heiðursverðlauna ásamt fjórum öðrum afkvæmum unnu þessir hestar báðir til verðlauna á mótinu. Náttfari varð efst- Mikil framför í reiðmennsku HESTAMENN komu saman til átt- unda landsmóts síns dagana 12. til 16. júlí sl. í Skógarhólum í Þingvallasveit. Þótti mótið takast hið besta en það ein- kenndist öðru fremur af góðum og glæsilegum hrossum og ánægjulegri framför í ásetu og klæðnaði knapanna. Kannski er seinna atriðið og öll sú mikla framför, sem orðið hefur í reið- mennskunni síðustu árin öllu eftirtekt- arverðari, þegar litið er til þess að aldrei fyrr hefur verið viðhaft jafn strangt val á hrossum á landsmót. Landsmótið var fjölsótt og töldu forsvarsmenn þess að 8 þar hefðu verið um 15 þúsund manns þegar flest var og í þeim hópi voru nokkuð á annað þúsund útlendingar, áhugamenn og eigendur íslenska hests- ins, sem komnir voru um langan veg til að fylgjast með þessari hátíð íslenskra hestamanna. Óvenju glæsileg kynbótahross Landsmóti hestamanna má að þessu sinni skipta í fjóra keppnisflokka en þar höfum við fyrsti sýningu og dóma á kynbótahrossum. Þá gæðingakeppni, þar sem mætast bestu gæðingar úr hin- ur stóðhesta 6 vetra og eldri og þar voru það ekki síst alveg frábærir skeið- sprettir, sem færðu honum fyrstu verð- launin en hann fékk einkunnina 10 fyrir skeið, sem er mjög fátítt. Margir spáðu því á landsmótinu 1974, þegar þeir sáu Náttfara taka snarpa skeið- spretti, þá aðeins fjögra vetra, að með því væri verið að ofreyna ungan hest en sú hefur ekki orðið raunin. Kvenhestur úr Eyjafirði sigraði í klárhestunum Þá vakti klárhesturinn Hlynur ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.