Íþróttablaðið - 01.07.1978, Side 9
FODURBLQNDAN HF.
Þorvaldur Árnason og stóðhesturinn
Þröstur frá Kirkjubæ.
síðri athygli. Þar kom fram á sjónar-
sviðið hestur, sem með öllu var áður
ókunnur utan heimabyggðar sinnar,
Eyjafjarðar og sigraði í B-flokki gæð-
inga og töltkeppni mótsins öllum að
óvörum. Að óvörum segi ég en það er
þó rangt, að því leytinu til að hver,
sem sá Eyjólf ísólfsson knapa á Ellyn
ríða hestinum til dóms, hvort sem það
yar í gæðingakeppninni eða töltkeppn-
inni, sá að þarna fór hestur, sem skar sig
úr og það þurfti ekki að deila um hver
ætti fyrsta sætið.
Eigandi Hlyns er bóndi norður í
Eyjafirði, Reynir Björgvinsson í Bringu
en hann bjó allt þar til á þessu ári á
Akureyri. Hefur Reynir tamið Hlyn og
hann var fyrst sýndur fyrir einum þrem
árum, þá fimm vetra. Ekki hefur það þó
verið Reynir, sem mest hefur notað
Hlyn, heldur hefur kona hans, Freyja
Sigurvinsdóttir mest riðið honum. En
það dylst engum, sem séð hefur Hlyn
fara undir manni að þar fer einn af
þessum sjálfgerðu gæðingum, sem ekki
hefur verið uppskrúfaður eða spenntur
í höndunum á þrautþjálfuðum tamn-
ingamanni.
HESTflKÖGGLAR
FÓÐUREFTIRLIT RANNSÓKNARSTOFNUNAR LAND-
BÚNAÐARINS
hefur eftirlit með þessari fóðurblöndu samkvæmt lögum um
eftirlit með framleiðslu og verzlun með fóðurvörur. Ef fóður-
blanda þessi reynist ekki innihalda ábyrgst fóðurgildi,
reiknar fóðureftirlitið út skaðabætur þær, sem seljanda
þessa fóðurs ber að greiða kaupanda.
STÖÐLUN F.R.
Vöruheiti: Hestafóðurblanda
Notkun: Fóðurblanda handa reiðhestum
FÓÐURGILDI:
1.0 kg í F. fe. (Mörk: 1,0-1,1 kg)
110 g meltanlegt prótín í F. fe. (Mörk: 90-120 g)
7 g Ca í kg (Mörk: 5-8 g)
7 g P í kg (Mörk: 5—8 g)
2 g Na í kg (Mörk: 1 'k-Z g)
Samsetning:
22,0% Maís
40,0% Hafrar
10,0% Hveitiklíð
10,0% Melassaklíð
10,0% Grasmjöl
1,5% Fiskimjöl
1,5% Þangmjöl
1,3% Salt
3,2% Díkalsíum fosfat
0,5% ,,Colborn“ vítamín
_______og snefilefni
100,0%
,,Colborn inniheldur þessi
vítamín og snefilefni:
Vítamín A
Vítamín D3
Vítamín E
Vítamín K
Vítamín B.,
Vítamín B2
Vítamín B12
Folic sýru
Pantothen sýru
Nicotín sýru
Cholin klóríð
joð,
járn,
kobolt,
kopar,
mangan,
selen,
zink og
magnesium.
FÓÐURGILDI:
1,15 kg í F. fe.
110 g meltanlegt hráprótín í F. fe
10 g kalsíum í kg
9 g fosfór í kg
15 g salt (NaCI) í kg
VEUUM
ISLENZKT
FÓBURBLANDAN HF.
Grandavegi 42 - Reykjavík Sími 24360
9