Íþróttablaðið - 01.07.1978, Page 12
Eyjólfur ísólfs,son á Hlyn.
mætt. Því miður gat Loka úr Reykjavík
ekki keppt seinni dagana vegna helti og
Glóa úr Reykjavík komst ekki í úrslita-
hlaupið. Sigurvegari í 350 metra stökk-
inu varð Nös, Jóns Ólafssonar, Urriða-
vatni, knapi Stefán Sturla Sigurjónsson
á 24,5 sek. en næstar komu Gjálp frá
Laugarvatni og Blesa frá Hvítárholti.
í 800 metra stökkinu urðu úrslit
nokkuð óvænt því Þjálfi Sveins K.
Sveinssonar, sem oft hefur sigrað á
þessari vegalengd féll úr í milliriðlum
og Frúar-jarpur, Unnar Einarsdóttur,
íslandsmethafinn í greininni náði ekki
að blanda sér í baráttuna um fyrstu tvö
sætin. Sigurvegari varð Gustur Björns
Baldurssonar, sem einnig sat hestinn á
63,2 sek.
Almennt voru hestamenn ánægðir
með þetta landsmót og þá sérstaklega
með hversu glæsileg hross mættu þar til
keppni en eins um önnur mót með líku
sniði, eru kannski ekki allir jafn
ánægðir með hvernig staðið var að
margvíslegri aðstöðu og þjónustu á
mótssvæðinu. Hestamenn koma vænt-
anlega saman til nýs landsmóts að fjór-
um árum liðnum og þá á Norðurlandi
og þá sennilega annaðhvort á Mel-
gerðismelum eða Vindheimamelum.
— tg.
12