Íþróttablaðið - 01.07.1978, Page 16
Ingi
Björn
skrifar
að lokka íslenzka knattspyrnumenn til
Noregs. Sagðist meira að segja vera
búinn að tala við einn leikmann, en
hann þyrfti þrjá og hann vissi alveg
hvaða þrjá menn hann vildi. Skyldi
þakklætið frá þjóðinni til „egoistans“
nokkuð dvína við þetta, eða hvað gerði
KSÍ? Ekkert. Skyldi Tony Knapp hafa
borið gullmerki KSÍ sem honum var
veitt í fyrra, í barminum þegar hann var
að ræða við leikmanninn?
Hjá Val hefur æft Skoti að nafni
James Bett og lék hann einn fullan leik
VORUR
SEM VANDAÐ ER TTL
SKATABUÐIN
SERVERSLUN
FYRIR
FJALLA- OG
FERÐAMENN.
SNORRABRAUT 58 SIMI 12045 Rekin af wN Hjálparsveit Skáta Reykjavik
fyrir Val, en er nú á þröskuldi atvinnu-
mennskunnar. Valsmenn höfðu lagt
gífurlega mikið á sig til þess að fá
þennan pilt löglegan í 1. deildarlið sitt.
Þegar Bett kom upp til íslands fór hann
að æfa með Val. Það kom strax í ljós og
var reyndar, að hann var mjög efnilegur
leikmaður og Valsmenn hugsuðu sér
gott til glóðarinnar ef unnt væri að nota
hann í 1. deildar liðið. Var því farið að
athuga málið nánar. Bett var samn-
ingsbundinn við skozkt félag, en hafði
stungið af frá því. Formaður knatt-
spyrnudeildar Vals, Pétur Sveinbjarn-
arson, átti leið erlendis og tók þá lykkju
á leið sína og fór til Skotlands og ræddi
við forystumenn félagsins sem Bett var
samningsbundinn við. Þar virtust menn
ekki vilja sleppa Bett, nema þá gegn
greiðslu, en eftir þref og einhverja skil-
mála féllst félagið á að leysa Bett undan
samningi. Þá varð Valur að útvega at-
vinnuleyfi, atvinnuleyfa frá ÍSÍ og KSÍ
svo að Bett gæti leikið á íslandi og
margt fleira varð formaður knatt-
spyrnudeildarinnar að gera fyrir þenn-
an pilt, sem síðar lék einn leik með lið-
inu og ætlar síðan að kveðja. Er unnt að
taka svona löguðu þegjandi og hljóða-
laust. Nei, það er ekki hægt. Og ekki
heldur með aðra leikmenn, því það er
augljóst mál að félögin efta búin að eyða
stórfé í hvern leikmann sem t.d. hefur
æft í gegnum alla flokka, og er það því
ekki nema sanngirnismál, þegar félög
eru farin að ræða um möguleika á
greiðslu í einhverju formi frá erlendu
félögunum í staðinn fyrir þá leikmenn
sem þau missa. Svo ekki sé minnst á
skaðann sem missir lykilmanna getur
haft á félagslið og „móral“ í liðinu.
Knattspyrnulið getur algerlega hrunið
og í staðinn fyrir að vera í toppbaráttu
lent í botnbaráttu við missi slíkra
manna.
Hér er um að ræða viðamikið mál og
erfitt að gera því góð skil í fáum orðum,
en eitt er ljóst, — að KSÍ verður að
standa betur vörð um íslenzka knatt-
spyrnu. Annaðerlíka ljóst — að félögin
verða að fá einhverja greiðslu fyrir þá
leikmenn sem fara. En verða ekki fé-
lögin líka að fara að greiða sínum leik-
mönnum föst laun?
£/.
16