Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1978, Qupperneq 17

Íþróttablaðið - 01.07.1978, Qupperneq 17
Hvemig er aöstaöa þeirra? Vestmanna- eyjar Spurningar íþróttablaðsins: 1 2 3 4 Hvaða íþróttamannvirki eru þegar á staðnum, hvernig er ástand þeirra og eru þau fullnægjandi fyrir íþróttastarfiöí í bæjarfélaginu. Hefur verið íþróttaaðstaða til þess að nemendur grunnskólastigsins fengju lögboöna íþrótta- kennslu? Hverjar hafa verið helztu framkvæmdir við íþrótta- mannvirki undanfarin tvö ár? Hvað er framundan hjá bæjarfélaginu í gerð íþróttamannvirkja? igurgeir Jónsson, æskulýðsfulltrúi í Vestmannaeyjum svaraði spurn- ingum fþróttablaðsins: 1. spurning: Segja má, að bæjar- félagið sé mjög vel á vegi statt með íþrótta- mannvirki. Nýja íþróttamiðstöðin við Brimhólalaut, sem vígð var í september 1976, tók við því, sem áður hafði farið fram í leikfimisölum skólanna (sem nú eru nýttir sem samkomusalir) og gömlu sundlauginni, sem löngu var orðin ófullnægjandi og úrelt og fór undir hraun í gosinu 1973. íþróttasalurinn er af löglegri keppnis- stærð og aðstaða þar góð bæði fyrir íþróttaiðkendur, svo og áhorfendur, sem geta rúmast um 600 með góðu móti. Hægt er að skipta salnum niður með tjöldum í smærri einingar og er svo gert meðan á skólastarfi stendur. Sundlaugin er í sama húsi (yfirbyggð) og einnig af löglegri stærð miðað við keppni. Böð eru góð og saunabað til staðar. íþróttamiðstöðin er reist af dönskum verktökum, hið vandaðasta hús og hefur orðið íþróttalífi hér geysileg lyftistöng. Til að mynda eiga Vestmannaeyjar nú orðið mjög svo frambærilega og vaxandi keppn- ismenn í handknattleik og körfuknattleik og njóta báðar þessar íþróttagreinar geysilegr- ar hylli hér, jafnt þátttakenda sem áhorf- enda. Þó mun sundfólk hér hafa tekið hvað örustum framförum og eru miklar vonir bundnar við það í framtíðinni. Einn Is- landsmethafa höfum við eignast í yngri flokkunum, þegar þetta er ritað. Þá var Vestmannaeyingur nýlega kjörinn formað- ur Sundssambands Islands. Aðkomnir keppendur hafa lokið miklu lofsorði á Knattspyrnan er nú „þjóðaríþrótt“ Eyja- manna. Myndin er tekin í leik á Hásteins- velli. íþróttamiðstöðin, Eldfell og Helgafell í baksýn. 17

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.