Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 22

Íþróttablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 22
^ íþróttafjölskyldan... j Handknattleiks stórskyttur tveggja kynslóða heimsóttar Þeir handknattleiksunnendur á íslandi, sem á annað borð hafa fylgzt með íslenzkum handknatt- leik um nokkurt skeið, eru víst fáir sem ekki hafa heyrt Sigríðar Sigurðardóttur og Guðjóns Jónssonar getið. Hitt er svo ó- víst, að menn almennt viti að hin unga stórskytta íslandsmeistara Fram, Guðríður (Gurrý), er dóttir þeirra hjóna. I þeim tilgangi að forvitnast ögn um þessa miklu handboltafjölskyldu sótti íþróttablaðið þau heim í Urðarbakka 4. Þar eru þau búin að koma sér upp gull- fallegu heimili, sem er að mestu unnið af þeim sjálfum. Guðjón, sem er smiður, á heiðurinn af smíðalegum afrekum og Sigríðar er heiðurinn af handavinnunni, að maður tali nú ekki um öll blómin. — Við hófum heimsóknina á því að gefa Sigríði orðið. — 1958 byrjaði ég í handbolta. Ég byrjaði með 2. flokki Vals og lék þar í eitt ár. í þá daga var enginn meistara- flokkur kvenna í Val, þannig að eftir þetta eina ár gengum við allar stelpurn- ar upp í meistaraflokk og vorum því lengi fram eftir ungt og efnilegt lið. Nú, á þessum árum var ég einnig í körfu- bolta. Hann lék ég með Ármanni. Á meðan ég lék með þeim urðum við tvisvar íslandsmeistarar. Það var árin 1959 og 1960, en upp úr því þá hætti ég í körfunni og það má segja að eftir það hafi ég helgað mig handboltanum. 1959 hóf ég æfingar með kvennalandsliðinu. Þá var ég 17 ára gömul. Sama ár fór ég mína fyrstu landsliðsferð, en þá var far- ið til Svíþjóðar og Færeyja. 1960 fórum við næstu landsliðsferðina, þá á Norð- urlandamótið og náðum við þar öðru sæti. Sætasti sigurinn í landsleikjum var svo auðvitað 1964 þegar Norðurlanda- mótið var haldið hér heima og við unn- um Norðurlandameistaratitilinn. Á þeim árum sem ég lék með meist- araflokki Vals urðum við 10 sinnum ís- landsmeistarar, (á Sigríður þar bæði við íslandsmeistaratitilinn í úti- og inni- handknattleik.) og við urðum 5 sinnum Reykjavíkurmeistarar. Ég varð fyrst ís- landsmeistari með Val 1962, en það var einmitt upp úr því sem hin svokallaða sigurganga okkar hófst; við unnum í einni striklotu hvorki meira né minna en 15 mót. Margir sem láta sig kvennahandbolta einhverju skipta segja að á undanförn- um áratug hafi hann dalað afar mikið. Þessari staðhæfingu er ég reyndar alveg sammála; en ekki þýðir að einblína á ástandið eins og það er í dag; við verðujn að leita að orsökinni fyrir þessu ó- Söguleg stund í íslenzkum handknattleik. Sigríður Sigurðardóttir tekur við sigurlaunum í Norðurlandameistaramótinu úr hendi þáverandi menntamálaráðherra, dr. Gylfa Þ. Gísla- sonar. Bak við þau má m.a. sjá Birgi Thorlacius, ráðuneytisstjóra og Jóhann Einvarðsson, núverandi bæjarstjóra í Keflavík. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.