Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1978, Qupperneq 23

Íþróttablaðið - 01.07.1978, Qupperneq 23
Guðjón Jónsson kominn í færi í leik með Framliðinu á Hálogalandi, og þarf varla getum að því að leiða hvar knötturinn hefur hafnað. Félagi hans, Tómas Tómasson virðist þó svolítið áhyggjufullur á svipinn. í áhorfendastúkunni má m.a. sjá tvo gamalkunna FH-inga, þá Birgi Björnsson og Kristófer Magnússon. fremdarástandi. Ég tel að orsökin liggi fyrst og fremst í því að nú í dag er ná- kvæmlega ekkert gert fyrir kvennabolt- ann. Það er ekkert lagt upp úr því af hálfu H.S.Í. að mynda góðan og sam- heldinn landsliðskjarna, sem æfir reglu- lega og hefur góðan þjálfara. Öllu því fjármagni sem H.S.I. hefur til ráðstöf- unar er eytt í karlaboltann. Mér hefur virzt að árangur karlalandsliðsins upp á síðkastið hafi verið slíkur, að það sé óréttlætanlegt að dæla öllu fjármagninu í hann. Önnur ástæða fyrir þessari lægð kvennaboltans er sú að það mæta engir áhorfendur á kvcnnaleikina, sem er náttúrlega niðurdrepandi fyrir kappið og leikgleðina. Sökin í þessu máli liggur líka öll hjá H.S.Í., eða réttara sagt hjá Mótanefnd H.S.Í. Því meistaraflokks- leikir I. deildar eru settir á, á slíkum tímum að áhorfendur mæta alls ekki. Þetta og margt fleira er svo sannarlega ekki til að byggja upp áhuga og virðingu fyrir íþróttinni sem slíkri. Því skyldi engan undra að kvennalandslið okkar nær ekki góðum árngri á erlendri grund, þar sem það er yfirleitt algerlega reynslulaust hvað áhorfendur og hvatn- ingu snertir. — Þegar Sigríður hafði tjáð sig um ástandið í handboltamálum kvenna á íslandi, báðum við Guðjón að segja nokkur orð um sjálfan sig og íþróttaferil sinn. — Það var árið 1948 sem ég byrjaði í 4. flokki í fótbolta með Fram. Ég var þá Guðríður hefur tekið upp merki foreldra sinna og sýnir myndin hana skora í hand- knattleiksleik.

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.