Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1978, Page 24

Íþróttablaðið - 01.07.1978, Page 24
9 ára. f gegn um árin lék ég flestar stöður, en yfirleitt lék ég annað hvort stöðu bakvarðar eða tengiliðs. f knatt- spyrnunni varð ég einu sinni fslands- meistari með Fram og tvisvar sinnum Reykjavíkurmeistari. Þá lék ég tvo landsleiki fyrir fsland. Það var hérna heima á móti Vestur-Þjóðverjum og á móti frum á írlandi. Ég var á aldrinum 13—14 ára þegar ég byrjaði að æfa handbolta, einnig með Fram. Eftir að ég var kominn upp í meistaraflokk urðum við 8 sinnum Reykjavíkurmeistarar og 6 sinnum fslandsmeistarar. Ég lék 25 landsleiki í handknattleik fyrir fsland. Þó að ég léki samhliða knattspyrnu og handknattleik öll þessi ár, þá hafði ég alltaf meiri ánægju af knattspyrnunni. Það var eingöngu út af meiðslum sem ég hætti fyrr í knattspvrnunni. Ég hélt á- fram að leika handbolta þar til 1970, en þá fór fyrir mér eins og svo mörgum íþróttamanninum hér á fslandi sem er orðinn heimilisfaðir; ég sneri mér að húsbyggingum. Síðustu 4 árin hef ég þjálfað handknattleikslið Fram. 1. árið þjálfaði ég meistaraflokk karla, en síð- ustu 3 árin hef ég þjálfað meistaraflokk kvenna. — Blaðamanni fþróttablaðsins lék mikil forvitni á því að vita hvernig Guð- jóni þætti að þjálfa sína eigin dóttur. — Það er allt í stakasta lagi. Ég þekki hana ekkert meira en hinar stelp- Guðjón í knattspyrnuleik á Melavellinum. Ellert Schram núverandi formaður KSÍ og alþingismaður fylgist með, greinilega reiðu- búinn að hirða knöttinn, ef Guðjóni skyldi mistakast. urnar á meðan á æfingu eða leik stend- ur. — Eins hafði blaðamaður fþrótta- blaðsins hug á að vita hvort ekki skap- aðist togstreita á heimilinu þegar að því kom að Gurrý gerði upp hug sinn með það í hvaða félag hún gengi. — Á því sviði voru engin vandamál, því 1. árið sem Gurrý æfði, þá æfði hún með Val. Síðan gekk hún í f.R. þegar við fluttum hingað í Breiðholtið. Henni líkaði ekki vistin þar og gekk því yfir í Fram. Þar hefur hún verið síðan og lík- að vel. Við létum Gurrý að sjálfsögðu algerlega um að ákveða í hvaða félag hún gengi enda væri annað vart forsvar- anlegt. — Við fórum nú út í aðra sálma og spurðum Guðjón hvaða breytingum handboltinn hefði tekið í hans augum. — Það sem mér finnst mest áberandi breyting er þessi neikvæði andi sem tekið hefur sér bólfestu í leikmönnum. Ef menn renna ekki létt og leikandi inn í lið, (landslið eða félagslið) þá fara þeir bara í fýlu. Það vantar þennan gamla, góða metnað; það að leggja sig allan fram um að ná sæti í liðinu og síðan að berjast á fullu til að halda þessu sæti. — Heimasætur heimilisins eru þrjár. Díana, 4 ára er yngst. Hún segist alveg ákveðin í að ganga í Fram, (enda mikil pabbastelpa.) Hún fer stundum að horfa á stóru systur keppa og finnst henni vægast sagt mikið til hennar koma. Önnur í röðinni er Hafdís, 10 ára. Hún er eini stuðningsmaður Sigríðar á heimilinu hvað Val snertit og fylgir hún Völsurum ákaft að málum. Annars seg- ist hún ekki hafa mikinn íþróttaáhuga og er ekki ákveðin að byrja í handbolta. En ef að verður, þá kemur ekkert annað lið til greina en Valur. Elzta systirin, einmitt sú sem við ætl- uðum að hitta að máli, er Guðríður, 16 ára, oftast kölluð Gurrý. — Hvaða íþróttagreinar hefur þú lagt stund á? — Það er auðvitað fyrst og fremst handboltinn, en ég var einnig í fimleik- um í Í.R. og hafði mikið gaman af. Því miður varð ég að hætta í fimleikunum, því handboltinn tekur upp allan þann tíma sem ég hef aflögu frá skólanum. Á sumrin er ég líka í fótbolta með Fram. Á vetuma eru handboltaæfingar þrisvar til f jómm sinnum í viku og svo er keppt um helgar. Ef að það eru landsliðsæfingar, þá bætast þær ofan á svo að sú staða getur komið upp að maður æfi fimm til sex kvöld í viku og keppi svo að auki um helgar. — Hefur þú æft og leikið með lands- liðinu? — Já, ég æfði með landsliðinu áður Guðjón, Guðríður og Sigríður fyrir utan heimili sitt. 24

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.