Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1978, Page 27

Íþróttablaðið - 01.07.1978, Page 27
„Ég skal ná henni“ Metnaðurinn kom með aukn- um æfingum og betri árangri Á árunum 1971 til 1974 fór hér varla nokkurt frjálsíþróttamót fram án þess að annað nafn þessara systra eða bæði skipuðu efstu sætin í hlaupum (á styttri vegalengdum) og stökkum. Eitt- hvað minna hefur farið fyrir þeim systrum í frjálsíþróttaheiminum upp á síðkastið, en þær eru þó engan veginn búnar að vera sem frjálsíþróttakonur. Því hafði íþróttablaðið hug á að fregna af núverandi högum þeirra og sótti þær heim að heimili foreldra þeirra, að Kleppsvegi 42. Fyrst spyrjum við þær systur hvað þær hefðu nú fyrir stafni. Lára: „Ég er íþróttakennari og starfa við íþróttakennslu á veturna. Ég lauk prófi frá íþróttakennaraskóla íslands, Laugarvatni 1976 og hefi ég kennt íþróttir við Menntaskólann í Reykjavík og Barnaskóla Garðabæjar síðan.“ íþrótta- blaðið ræðir við Láru og Sigrúnu Sveinsdætur Sigrún: „Nú í vor lauk ég öðru ár- inu í lyfjafræði við H.í. Til þess að hljóta starfsréttindi verðum við sem nemum lyfjafræði að hafa starfað í lyfjaverzlun um 6 mánaða skeið og því starfa ég í Reykjavíkur Apóteki nú í sumar.“ — Hvernig stóð á því að þið byrjuð- uð að æfa frjálsar íþróttir? Báðar: „Við erum frá Sauðárkróki og málin æxluðust þannig að þegar við höfðum verið á vikunámskeiði fyrir norðan 1966 en þá vorum við 9 og 10 ára. Þá tókum við þátt í smámóti sem haldið var í lok námskeiðsins. Okkur gekk bara vel og við það vaknaði áhuginn líklega. Því lá það nokkuð beint við þegar við fluttumst suður að halda áfram á sömu braut. Eftir að við komum hingað suður þá gengum við fljótlega í Ármann.“ (Lára 1968 og Sigrún 1970) — Þegar þið hófuð æfingar hjá Ár- manni, var ykkur þá mikil alvara í huga hvað árangur snerti? Lára: „Nei, ekki get ég sagt það, því ég byrjaði að æfa 1968 en þá var ósköp lítil alvara að baki og kappið var ekki mikið. Það var ekki fyrr en árið 1971 sem ég fór að æfa skipulega og af ein- hverju ráði. Þá lét árangurinn ekki á sér 27

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.