Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1978, Page 29

Íþróttablaðið - 01.07.1978, Page 29
Lára átti lengi íslandsmetið í hástökki og keppti í þeirri grein á Olympíuleikunum í Munchen 1972, og þá sérstaklega kvenfólkið. Það gerist oft og iðulega eftir mót að einungis er greint frá úrslitum karlagreinanna á íþróttasíðum dagblaðanna og það gerðist nú síðast eftir 17. júní mótið. Þetta er engan veginn viðunandi og mættu íþróttafréttaritarar gjarnan bæta um betur í skrifum sínum og gæta jafnréttis.“ — Þegar þið keppið í spretthlaup- um, hvað hugsið þið á meðan á hlaup- inu stendur? Lára: „Ég hugsa víst mest lítið á meðan ég hleyp. Það eina sem ég man eftir að ég hugsa er að ef ég sé einhverja á undan mér í hlaupinu, þá hugsa ég „ég skal ná henni“ eða ef vel liggur á mér „ég skal fara fram úr henni.“ Sigrún: „Þetta eru svo stuttar vega- lengdir að lítill sem enginn tími gefst til að hugsa. Ef að ég á annað borð hugsa þá er það „ég skal.“ Þó var það frekar fyrstu árin sem ég hugsaði á þessa leið, því þá var ég metnaðargjarnari. Þá höfðum við systurnar líka meiri mögu- leika því að miðað við aðrar vorum við betri en nú.“ — Hvað haldið þið að þið haldið lengi áfram á hlaupabrautinni? Sigrún: „Ég er ekki viss, en ég held nú að ég hljóti að fara að hætta þessu. Ég ætlaði að vera hætt fyrir tveimur til þremur árum en ekki hefur orðið af enn.“ Lára: „Ég hef mörgum sinnum ákveðið að hætta, en alltaf hefur eitt- hvað komið í veg fyrir að af yrði. Mín núverandi plön eru að halda áfram í sumar og næsta sumar og hætta síðan haustið 1979. Annars finnst mér alveg nóg að skipuleggja eitt ár í einu og held mig við þá reglu. Því skaltu ekkert verða undrandi ef að þú sérð mig á hlaupabrautinni 1980.“ Við gerum þessi orð þeirra systra að lokaorðum þeirra að þessu sinni og óskum þeim góðs gengis á hlaupa- brautinni í framtíðinni. Sigrún „Það verkaði auðvitað hvetjandi á okkur að oft var um innbyrðis keppni að ræða. 29

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.