Íþróttablaðið - 01.07.1978, Page 36
Bretar segja að undan-
farin ár hafi ekki aðeins
verið efnahagskreppa
ríkjandi hjá þeim, heldur
og einnig íþróttakreppa,
og finnst þeim víst hvoru
tveggja jafn slæmt. —
Við eigum ekki lengur
kylfinga og tennisfólk á
heimsmælikvarða, er-
lendir hestar vinna veð-
hlaupin hjá okkur, frjáls-
íþróttafólkið kom aðeins
með ein verðlaun frá
Olympíuleikunum í
Montreal, og meira að
segja í þjóðaríþrótt okk-
ar, knattspyrnunni, höf-
um við orðið að þola nið-
urlægjandi ósigra, og þar
hafa ekki komið fram á
sjónarsviðið í lengri tíma
leikmenn sem eru á borð
við þá „gömlu, góðu“,
skrifaði eitt af brezku
dagblöðunum fyrir
skömmu.
GEORGE BEST
Einn af hinum „gömlu, góðu“ sem
þaraa er átt við var George Best, sem í
röskan áratug var sá brezkur knatt-
spyrnumaður sem hvað mestur ljómi
stafaði af. Árið 1968 var hann kjörinn
„Knattspymumaður ársins í Evrópu“,
og þá sögðu Englendingar að ekki væri
hægt að líkja honum við annan brezkan
knattspyrnumann, nema ef vera kynni
Stanley Matthews. Á sínum tíma var
nafn Matthews jafnan nefnt í sömu
andránni og hið bezta í brezku knatt-
spymunni, og hann var virtur og raunar
elskaður í öllum knattspymuheimin-
um.
Stanley Matthews var sómakær
knattspyrnumaður og traustur heimil-
isfaðir, en segja má að George Best hafi
verið algjör öndverða hans. Hann var
sannkallaður glaumgosi, sem lifði hátt
og á endanum fór svo að hann megnaði
ekki að lifa hinu tvöfalda líferni sínu og
varð undir í hinni hörðu samkeppni at-
vinnuknattspyrnunnar.
Stöðugt álag
Hvað varð George Best að falli eru
menn ekki sammála um. Sennilega á þó
þar stærstan hlut að máli það mikla á-
lag sem hann var jafnan undir. Hann
gat ekki hreyft sig án þess að nákvæmar
frásagnir kæmu af því í blöðunum og
öðrum fjölmiðlum, jafnvel á nóttunni í
svefnherbergi sínu var hann ekki
óhultur fyrir umtali og slúðri. Á knatt-
spymuvellinum var hann tekinn fyrir,
— andstæðingamir reyndu allt til þess
að stöðva hann, og oft helgaði þar til-
gangurinn meðalið.
— Ég get nefnt nöfn sex leikmanna í
1. deildar keppninni, sem eiga þá ósk
heitasta að ganga alveg frá mér, sparka
svo undan mér löppunum að ég standi
ekki í þær framar, sagði Best, einu sinni
í blaðaviðtali, og bætti síðan við: Og
þetta gera þeir vegna þess að fram-
kvæmdastjórar liða þeirra hafa gefið
þeim fyrirmæli um að gera þetta. Ég get
ekki lengur hreyft mig á vellinum. Þeg-
ar ég er með knöttinn þarf ég ekki að-
eins að hugsa um hvað ég eigi að gera
við hann, hvort ég eigi að senda hann,
eða reyna að skjóta, heldur þarf ég
stöðugt að varast hættur af háskalegum
leik mótherjanna. Ég verð að viður-
kenna að stundum er ég hræddur —
meira að segja dauðhræddur, og sá
knattspymumaður sem er hræddur á
leikvellinum nær ekki árangri.
Þegar George Best var upp á sitt
bezta bar knattspymusérfræðingum
saman um að á leik hans væri nánast
enginn galli. Hann hafði frábæra
knattmeðferð, var geysilega útsjónar-
George Best í búningi 2. deildar liðsins
Fulham, ásamt öðrum frægum knatt-
spyrnukappa, Rodney March. Þeir leika
nú báðir með bandarískum liðum, þar
sem minni kröfur eru gerðar en í Bret-
landi.