Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1978, Qupperneq 42

Íþróttablaðið - 01.07.1978, Qupperneq 42
Keppnin of fljótt aðal- atriðið Heimsókn á æfingu hjá 5. flokki Vals. Drengirnir rekja knöttinn eftir ákveðnum reglum. sem hefur með þjálfun 5. flokks C að gera. Hann sagði að strákarnir í 5. flokki væru í kring um 60. Þeir skiptust þannig að um 30 væru í A og B liðinu sem Ingi Björn þjálfaði og síðan væri hann sjálfur með hina 30. Ekki var Mile ánægður með það hvernig við byggjum upp ungu knattspyrnumennina okkar. Hann sagði að allt of snemma væri lögð áherzla á knattspyrnu sem keppnis- grein og það að vinna yrði allt of fljóttt aðalatriði í augum drengjanna. Mile sagði að drengir í 5. flokk væru svo ungir og ómótaðir að taugar þeirra væru ekki undir það álag búnar sem keppnisíþróttum fylgdi. Mile kvað það miklu nær að undirbúa drengina sem bezt fyrir leiki í eldri flokkunum með því að kenna þeim undirstöðuatriði knattspyrnunnar og láta þá æfa þau í leikjaformi. Því hann kvað það algert aðalatriði að drengirnir hefðu gaman af því sem þeir væru að gera. Öðruvísi næðist aldrei upp leikgleði og góð samvinna þeirra í millum. — Það er áreiðanlegt að takmarkið með leikgleðina er ekkert vandamál hjá Völsurum, því ánægjan, einbeitnin og kappið skín út úr hverju andliti á æf- ingu. Einn og einn strákur gaf sér þó tíma til að kasta á okkur nokkrum orð- um um leið og hann hljóp fram hjá. Sá fyrsti til slíks góðverks var Edward Edwardsson, 11 ára herramaður í A liði 5. flokks. Hann sagðist oftast spila stöðu tengiliðs í leikjum, en á æfingum léki hann fleiri stöður. Hann var að því spurður hvernig honum þættu stelpur í fótbolta og sagði hann að þær væru Margur er knár þótt hann sé smár. Sjálfsagt geta fáir sem fylgjast með knattspyrnuæfingu 5. flokks Vals dregið í efa sannleiksgildi málsháttarins hér að ofan. Þeir eru svo sannarlega ekki háir í loftinu guttarnir í 5. flokk Vals, en þrátt fyrir það geta margir þeirra sýnt stór- snjalla boltameðferð og stundum allt að því meistaraleg tilþrif. Því er það að maður fyllist bjartsýni á framtíð ís- lenzkrar knattspyrnu — og íþrótta yfir- leitt þegar fylgzt er með æfingum þess- ara vösku stráka. — Blaðamaður íþróttablaðsins átti leið inn á Hlíðarenda þeirra Valsmanna ekki alls fyrir löngu og staldraði þá við um stund. Fyrstur var tekinn tali Mile, 42

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.