Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1978, Side 47

Íþróttablaðið - 01.07.1978, Side 47
við komum á áfangastað og ég hafði ekki fyrr lagt stöngina og byrðarnar frá mér, er ég sá glampa á hvítan kvið rétt við landið. Ég var fljótur að draga at- hygli Steinars frá staðnum og ráðlagði honum að vaða 50 metra út í á, þar sem veiðivon væri mest. Hann var svæðinu óvanur og gleypti því agnið með það sama. Ég sagði honum að ganga langt upp með áður en hann færi út í svo að hann styggði ekki laxa, sem gætu verið á sveimi nær landi. Hartn leit á mig eins og hann grunaði eitthvað, en arkaði síðan af stað. Ég settist niður hinn rólegasti, kveikti mér 1 pípu og dæsti angurværlega af vellíðan og lét sem ég ætlaði ekkert að renna. Þegar Steinar var kominn vel á veg út i á, greip ég stöngina og læddist niður að ánni og byrjaði að kasta flugu, sem Jón Hjartarson hafði gefið mér, Brælu, sem hann sagði góða vorflugu. Rétt er ég byrjaði að kasta, sá ég aftur glampa á kvið og greinilegt var að þarna var myndarfiskur á ferð, 12-14 pund. Ég var ekki búinn að kasta lengi, er allt í einu var hoggið í fluguna og ég tók kipp og beið þess að hann snéri sér með hana, en þá var allt laust. Ég var þó búinn að reisa hann. Ég skipti um og setti fallega flugu, sem ég veit ekki nafnið á, bláa, rauða og gráa og hann kom aftur, en vildi ekki festa sig. Veiðigyðjan var nú búin að ná tökum á mér og er ég leit aftur fyrir mig sá ég Steinar þenja sig með 13‘/2 feta flugu- stöng. Ég tók upp boxin mín og hugsaði mig vandlega um áður en ég valdi Black Fairy númer 8. Það var eins og við manninn mælt hann var á. Ég hraðaði mér til lands með stöngina á lofti og þegar ég var búinn að festa rækilega í laxinum og koma mér fyrir leit ég til Steinars og kallaði hvort hann væri ekki að fá’ann. Hann,kom öslandi í land og sagði að þeir stykkju um allt, en vildu ekki taka. Við lönduðum hon- um saman og þetta var fallegur sprett- harður hængur um 6 pund og lúsugur. Deginum var bjargað, nú var það bara að Steinar setti í hann. Ég hvatti hann til að renna þar sem ég hefði verið, sagði honum að þar bið einn vænn eftir honum. Steinar taldi hins vegar réttilega að það væri lítið vit í því að fara þar sem ég væri búinn að djöflast með lax og sagðist ætla út aftur, það væri nóg af honum þar. Ég settist aftur á bakkann og sá að veiðifélagar okkar voru farnir að renna fyrir neðan okkur á Gíbraltar. Ég var ekki búinn að sitja lengi, er ég heyrði urga í hjólinu hjá Steinari og sá stöng- ina kengbogna. Það var greinilega líf- legt þennan morgun. Ég óð útí til hans alla leið og hjálpaði honum þar að landa fallegri fimm punda hrygnu. Þar með var deginum endanlega bjargað, báðir búnir að fá lax og allt lék í lyndi. Þeir Axel og Sigurður voru nú komnir upp eftir til okkar, höfðu ekki orðið varir neðan við og óskuðu okkur til hamingju með veiðina, buðu upp á kaffi og með því og menn dæstu og dásömuðu dýrðina. Þar sem við sátum og sötruðum kaffið var allt í einu eins og áin lifnaði öll við og það var stökkv- andi fiskur um allt. Við hvöttum þá fé- laga til að reyna og Steinar ákvað að halda aftur út á sín mið, sagði að það væri allt blátt af laxi. Ég bað hann vel að lifa og hugsaði mér að blunda aðeins úti í náttúrunni og blíðunni. En það var eitthvað sem hélt fyrir mér vöku og eftir að Axel hafði reynt nokkra stund nálægt landinu óð ég út fyrir aftan hann og setti á hjá mér rauða Érancis númer 8 og byrjaði að kasta á flúðina utan við þá sem hann var að veiða. Það var eins og við manninn mælt, flugan var hremmd í öðru kasti. Steinar sá hvað var á seiði og kom í land til að hjálpa mér eins og sönnum félaga sæmir, enda vissi hann ekki um bragð- ið, sem ég hafði beitt hann fyrr um morguninn og veit ekki fyrr en hann les þessi orð. Þetta var 5 punda hrygna. Nú þóttist ég vera orðinn alsæll með mitt og ætlaði ekkert að veiða meira aðeins renna svona til að liðka á mér handlegginn. Skemmst er frá því að segja að félagar mínir urðu ekki varir og þegar Steinar var búinn að gefast upp úti í hafsauga og kominn í land hugsaði ég mér gott til glóðarinnar í öllum þessum laxabláma, sem hann sagðist hafa skilið eftir. Ég óð 50 metr- ana, sem ég hafði sent hann út og svei mér þá alla daga, ef hann tók ekki sömu fluguna í öðru kasti. í landi heyrði ég einhvern segja „Nú hvur andskotinn er þetta“ og gat fyllilega tekið undir, því að ég átti á dauða mínum von en að ná í þrjá laxa á stað, sem ég hafði fimm sinnum heimsótt sumarið áður án þess að verða var. Þetta reyndist 4 punda hrygna, er Steinar var búinn að landa henni faglega fyrir mig. Nú var ég orðinn sannfærður um að ég væri orðinn alletiders veiðimaður og hélt rakleiðis út aftur til að sækja þann næsta, en það er eins og veiðigyðjan finni á sér hvenær hún á að taka í taumana svo að þegnar hennar sleppi sér ekki alveg, því að ekki setti ég í þá fleiri, þótt einu sinni kæmi einn siglandi á eftir flugunni þar til hún sló fyrir, þá hvarf hann úr þeirri skoðunarferð. Við ákváðum að eftirláta Axel og Sigurði Breiðuna og röltum niður á Gíbraltar og þegar Steinar horfði á laxana, sem ég þurfti að bera með öðru, glotti hann út að eyrum og sagði „þér var skollans nær að standa í þessu drápi.“ Vissi ég þá, að lítillar vorkunnar væri að leita hjá honum, endagekk hann hnarreistur með sína hrygnu en ég kom móður og másandi á eftir honum. Á Gíbraltar sáum við töluvert af fiski og reyndum grimmt, en það var búið að skrúfa fyrir og við urðum að láta okkur aflann nægja, enda enginn vorkunn. Þetta hafði verið dýrðlegur morgunn og allt í einu sá ég ekkert eftir að hafa vaknað svona snemma, ég hugsaði með mér að ég gæti nú bara lagt mig er við kæmurn í bæinn. Steinar fór að þessu sinni fyrir Ing- ólfsfjall með viðkomu í Þrastarlundi, þar sem við fengum okkur eina með öllu. Er í bæinn kom var aðeins eitt eftir, efna heit frá deginum áður við Edith, eiginkonu Ingvars Hallsteins- sonar, framleiðslustjóra Frjáls Fram- taks, um að hún skyldi fá lax í pottinn, næði ég honum á land. Laxinn fékk hún og ég gat gortað allan daginn á skrifstofunni, meðan ritstjórinn sat þungt hugsi yfir hvaða verkefni hann gæti sett á mig næst, sem ekki fjallaði beint um veiðiskap. Ég fann að það var tími til að draga niður í montinu og koma sér heim í blund, er ég heyrði hann muldra við sjálfan sig, „við höfum ekkert skrifað um fjallgöngur“. íþrótta- blaðið Áskriftasímar: 82300 — 82302 47

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.