Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 55

Íþróttablaðið - 01.07.1978, Blaðsíða 55
Hvar eru þeir nú? Mark Spitz sem Mark Spitz notaði seldist upp á augabragði jafnvel þótt hjá framleið- andanum væri sniðið og saumað dag og nótt. En það sannaðist fljótt á Mark Spitz að það þarf sterk bein til þess að þola góða daga — og þau hafði Spitz ekki. Frægðin steig honum svo rækilega til höfuðs að það tók hann litlu lengri tíma að afla sér óvinsælda en það hafði tekið að verða frægur og aðdáunarverður. Nú, sex árum eftir að nafn hans var á hvers manns vörum, hvort sem við- komandi hafði áhuga á íþróttum eða ekki, sex árum eftir að Spitz ók um í opnum vagni og hlýddi á hrifningaróp tugþúsunda manna sem fögnuðu hon- um með því að kasta að honum blóm- um og bréfaræmum, er hann einmana maður sem hefur lokað sig inni í eigin veröld. Aðeins eitt minnir á hina fomu frægðardaga — Mark' Spitz varð vell- auðugur á frægð sinni, og getur því veitt sér flest það er hugurinn gimist og keypt verður fyrir peninga. Það kom fljótlega í ljós eftir að Mark Spitz kom heim frá Múnchen að hann myndi ekki standa undir því lofi sem á hann var borið. Blaðamenn urðu oft furðulosnir þegar þeir voru að taka viðtöl við hann og í sjónvarpsþáttum lét hann út úr sér setningar sem virtust benda til þess að hann væri ekki með öllum mjalla. Frægasta dæmið um slíkt var er hinn þekkti leikari Bob Hope, kallaði Spitz til sín og ætlaði sér að gera hann að aðalstjömu eins sjónvarpsþátta sinna. Því miður fyrir Hope var þama um beina útsendingu að ræða, þannig að engu varð breytt. Allt frá upphafi þátt- arins svaraði Spitz spumingum út í hött og gerði sig að fífli. í umræddum þætti var t.d. Spitz spurður að því hver væri lykillinn að því að ná árangri í sundi. — Það, að drukkna ekki í lauginni, svaraði hann. Bob Hope tók þetta sem gamanmál af hendi sundmannsins og fór að leggja út frá þessu á spaugsaman hátt, en þá varð Spitz allt í einu hinn versti og hund- skammaði leikarann fyrir opnum sjón- varpsvélunum. Sá sjónvarpsþáttur sem varð þó sennilega til þess að flestir Bandaríkja- menn snéru baki við sundkappanum var sá er fjalla átti um Spitz og fjöl- skyldu hans. Þegar hann var tekinn upp hafði Spitz keypt sér mikla snekkju og talaði hann við sjónvarpsmennina um borð í henni. Var greinilegt að hann vildi taka vel á móti þeim, en athygli vakti framkoma hans við þjón sinn sem hann skipaði fyrir sem hundi, og lét hann sendast fram og til baka fyrir sig. Leið ekki á löngu uns það kom í ljós að þjónninn var enginn annar en karl faðir hans, og þegar sjónvarpsmennimir spurðu hvemig á framkomu hans stæði, svaraði Spitz á sinn hrokafulla hátt: — Karlinn, — ég held að hann geti snúist, ég borga honum kaup fyrir það, hann lifir á mér. Sumir segja að Spitz njóti þess í rík- um mæli að niðurlægja föður sinn, sem sýndi honum mikinn strangleika í upp- eldinu. En víst er að Spitz á honum líka að verulegu leyti frama sinn að þakka. Þeir sem lengi hafa þekkt til fjölskyld- unnar segja t.d. frá því að þegar Mark Spitz var átta ára var efnt til sund- keppni jafnaldra hans. Mark varð í öðru sæti í keppninni og hljóp himin- lifandi til föður síns. — Pabbi, pabbi, kallaði hann, — það var aðeins einn strákanna sem vann mig. Ég var næstbeztur. Síðan stóð drengurinn og horfði á föður sinn og beið eftir hrósi. Það fékk hann ekki. Fullorðni maðurinn horfði fremur á son sinn með fyrirlitningu í svipnum og sagði síðan: - Mark, - ég þoli ekki þá sem tapa. Annað hvort sigrar þú, eða sigrar ekki. Þú þarft ekki að tíunda það fyrir mér að þú hafir tapað. Drengurinn gekk hljóður burt með tárin í augunum. Nokkrum vikum síðar var aftur keppt og þá var ekki vafi um Þannig muna margir Mark Spitz — í sigurham á Olympíuleikunum 1972
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.