Íþróttablaðið - 01.12.1982, Síða 5

Íþróttablaðið - 01.12.1982, Síða 5
I Ma inu NM í handknattleik í nóvember s.l. fór fram í Reykjavík Norðurlandameistaramót unglinga í hand- knattleik. íslenska liðið hafnaði í þriðja sæti í keppninni sem út af fyrir sig er við- unandi árangur. Hann hefði þó ugglaust getað orðið betri ef liðið heföi haft meiri undirbúningstíma. Kjarni liðsins sem keppti á NM mun taka þátt í heimsmeist- aramótinu sem fram fer í Finnlandi að ári og þar hefur liðið heiður að verja þar sem íslendingar hafa verið í fremstu röð í heimsmeistaramótum unglinga að undan- förnu. íþróttablaðið ræddi við þá Viðar Símonarson, Hilmar Björnsson og Þorgils Óttar Mathiesen um Norðurlandamótið og undirbúning fyrir keppnina í Finnlandi. „Spúntik" — liðið ÍBK Ekki verður annað sagt en að lið fBK hafi komið geysilega á óvart í úrvarlsdeildar- keppninni í körfuknattleik í vetur. Liðiö trónar ýmist á eóa við toppinn í deildinni, en flestir áttu von á því fyrirfram að róður- inn yrði þungur hjá Keflvíkingum í vetur, eins og oft hjá nýliðum í deildinni. íþrótta- blaðið brá sér á fund Keflvíkinga og spurðist fyrir um ástæður velgengni liðsins og ræddi m.a. við Sigurð Valgeirsson liðs- stjóra og Axel Nikulásson leikmanni. Bjarni Guðmundsson Bjarni Guðmundsson er tvímælalaust í hópi bestu íslensku handknattleiksmann- anna um þessar mundir. Bjarni leikur með liði í Þýskalandi en þykir einnig sjálfsagður maður í íslenska landsliðið og verður ugg- laust einn af máttarstólpum landsliðsins í B-keppninni í Sviss síðar í vetur. íþrótta- blaðið spjallaði við Bjarna fyrir skömmu um íslenskan og þýskan handknattleik, um B-keppnina og möguleika íslendinga þar, undirbúning landsliðsins og fl. Grein Hermanns Níelssonar Hermann Níelsson íþróttakennari hefur dvalið við nám í Svíþjóð að undanförnu og skrifar hann nú grein í blaðið um ýmislegt það sem ofarlega er á baugi í rannsóknar- störfum Svía í tengslum við fþróttirnar, en það starf hefur löngum þótt til fyrirmyndar og þá sérstaklega hvernig Svíum hefur tekist að flétta saman rannsóknir í þágu íþróttanna og almennrar læknis- og heil- brigðisfræði. Annað Af öðru efni í blaðinu má nefna viðtal við Pétur Sveinbjarnarson, formann Vals, grein um belgíska knattspyrnuna, um Keke Rosberg hinn nýbakaði heimsmeist- ara í kappakstri og þá erfjallað um efnið sitt úr hvorri áttinni í þáttunum ,,á heimavelli" og ,,á útivelli. “ 5

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.