Íþróttablaðið - 01.12.1982, Qupperneq 13
íslenska liðið lék annars léttan
og nokkuð góðan handbolta
þegar best iét, en oft réðu leik-
menn ekki við hraðann og mistök
í sóknarleiknum urðu óeðlilega
mörg. Markvarslan var yfirleitt
góð hjá Gísla Felix Bjarnasyni úr
KR (FH-ingurinn Haraldur
Ragnarsson fékk minni að
spreyta sig), en vamarleikurinn
var slakur í flestum leikjanna.
Nokkrir leikmenn íslenska liðs-
ins áttu einn stjörnuleik og svo
aðra lakari, en enginn „briller-
aði“ í gegnum allt mótið. Þannig
skoraði Hermann Bjömsson
(Fram) 10 mörk í fyrsta leiknum
gegn Norðmönnum, en hafði svo
hægt um sig í markaskoruninni
eftir það, en Willum Þórsson
(KR) gerði 9 mörk loksins þegar
hann fékk að leika eitthvað með
að ráði (í síðasta leiknum gegn
Svíum).
Óskar Þorsteinsson (Víking) og
Guðmundur Albertsson (KR)
voru einnig mjög atkvæðamiklir
og eru greinilega menn framtíð-
arinnar í handknattleiknum. Þá
er ónefndur fyrirliði liðsins,
Þorgils Óttar Mathiesen (FH), en
það mæddi geysimikið á honum í
vörn og sókn, og var hann að
öðrum ólöstuðum besti maður
íslenska liðsins. Reyndar átti
Óttar mikla möguleika á að verða
valinn mesti sóknarmaður móts-
ins, en hann átti „down-leik“
síðasta keppnisdaginn, og missti
af þeirri viðurkenningu.
Að ári fara fram í Finnlandi
úrslit í heimsmeistarakeppni
unglinga yngri en 21 árs og tekur
ísland þátt í keppninni. Líkureru
á að íslenska liðið verð að stórum
hluta skipað þeim leikmönnum
sem léku á NM og því sneri
íþróttablaðið sér til nokkurra að-
ila sem tengdir eru liðinu og for-
vitnaðist um álit þeirra á
frammistöðu íslenska liðsins á
NM svo og um skoðanir þeirra á
HM ’83.
Þeir hafa rækilega komið við sögu landsliðsins
fslenska unglingalandsliðið sem náði þeim frækiiega árangri að verða í 7. sæti íheimsmeistarakeppni
21 árs og yngri í Portúgal árið 1979. Fremri röð frá vinstri: Birgir Jóhannsson (hættur í handknattleik),
Alfreð Gíslason (landsliðsmaður í KR), Sigmar Þröstur (besti leikmaður Eyja-Þórs), Brynjar Kvaran
(landsliðsmaður úr Stjörnunni), Guðmundur Magnússon (fyrirliði FH-liðsins), Andrés Kristjánsson
(leikmaður með sænsku liði). Efri röð: Jóhann ingi Gunnarsson (þjálfar v-þýska 1. deildar liðið Kiel),
Friðrik Þorbjörnsson (landsliðsmaður íKR), Sigurður Gunnarsson (landsliðsmaður í Víkingi), Atli Hilmars-
son (leikur með þýsku liði), Guðmundur Þórðarson (einn besti leikmaður ,,spútnikliðsins‘‘ Störnunnar),
Sigurður Sveinsson (leikur með þýsku liði og íslenska landsliðinu), Kristján Arason (landsliðsmaður úr FH),
Jóhannes Sæmundsson aðstoðarþjálfari Jóhanns Inga og Halldór Matthíasson sjúkraþjálfari.
13