Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1982, Page 15

Íþróttablaðið - 01.12.1982, Page 15
Ekki nógu líkamlega sterkir Viðar Símonarson var fenginn til að þjálfa íslenska liðið og stjóma því á NM og kvaðst hann undrandi yfir því hve liðið hefði fengið lítinn tíma til undirbún- ings. „Það er furðulegt að sumarið skyldi ekki vera notað til samæf- inga fyrir hópinn. Nú var verið að reyna að búa til lið á viku-10 dögum og slíkt getur ekki gefið árangur. Miðað við undirbún- inginn má segja að liðið hafi staðið sig ágætlega, alla vega bjóst ég ekki við meiru. Það er svo annað mál að við áttum að vinna Finna og ná a.m.k. öðru stiginu úr viðureigninni við Dani og þá hefði árangurinn verið góður. Slæmt var að hafa enga örugga vítaskyttu, en við misnot- uðum 11 eða 12 víti á mótinu. Svo vantar í liðið betri skotmenn, en þar var einkennandi fyrir þetta mót að það vantaði alveg afgerandi leikmenn, skyttur, í öll liðin. Þau voru jafnari en oftast áður, en voru í mismikilli leikæf- ingu. Mér fannst sænska liðið best, og þar var einmitt í leiknum gegn Svíum sem íslenska liðið náði sér ekki á strik. Einkum var síðari hálfleikurinn lélegur og Viðar Símonarson. það var það eina sem ég var virkilega óánægður með. Fyrir HM á næsta ári þarf að lagfæra ýmislegt í leik íslenska liðsins, en mikið atriði er að leik- mennirnir styrki skrokk sinn bet- ur. Þeir eru ekki nógu líkamlega sterkir og er það skrýtið miðað við þann mikla tíma sem þeir eyða og hafa eytt í æfingar. Það virðist sem þessi þáttur þjálfun- arinnar sé vanræktur hjá félög- unum, en mín skoðun er sú að líkamleg uppbygging leikmanna þurfti að hefjast fyrr en verið hefur hér á landi.“ Bestu leik- mennirnir Besti markvörðurinn: Espen Karlsen, Noregi. Besti vamarmaðurinn: Lars Ahlert, Svíþjóð. Besti sóknarmaðurinn: Michael Fenger, Danmörku. Einn íslensku unglingaliðsmannanna kominn í skotfærí eftir hraðaupp- hlaup. MARKAHÆSTIR A NM Mikeal Kællman, Finnlandi 22 mörk Jan Rundhovde, Noregi 17 - Lars Ahlert, Svíþjóð 17 - Jonas Sandberg, Svíþjóð 16 - Svein Fossheim, Noregi 16 - 15

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.