Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1982, Page 19

Íþróttablaðið - 01.12.1982, Page 19
Hilmar Björnsson landsliðsþjálfari „Það þarf að halda vel utan um þennan efnilega Beynsluleysið var iungt á metunum ijá íslenska liðinu hóp „Ástæðan fyrir þvð að NM unglinga var jafnara núna en áð- ur, er sú að lakari þjóðunum hefur farið meira fram en hinum sterkari. Finnar eru t.d. ekki lengur með lið sem auðvelt er að sigra enda hafa þeir lagt mikla áherslu á Hilmar Björnsson landsliðsþjálfari þennan hóp sinn, og þá væntan- lega með það í huga að FÍM unglinga fer fram á næsta ári í Finnlandi. Flestir finnsku leik- mannanna hafa að undanförnu fengið leiki með A-landsliðinu, til að fá meiri leikæfingu í stór- leikjum. Þessu er eiginlega öfugt farið með íslenska liðið, sem er upp til hópa í lítilli leikæfingu og nánast engri samæfingu. Fæstir leikmannanna leika lykilhlutverk hjá liðum sínum svo það er eðli- legt að reynsluleysi hái þeim nokkuð. Það kemur m.a. fram í lélegri nýtingu dauðafæra, en það varð íslenska liðinu að falli í mótinu, ásamt slökum varnar- leik, en það er fyrirbrigði sem seint ætlar að vera hægt að upp- ræta í íslenskum handknattleik. Flins vegar fer ekki á milli mála að íslenska hópinn skipa efni- legir leikmenn sem þarf að halda vel utan um fram að HM á næsta ári.“ Lokastaðan á NM Danmörk Svíþjóð ísland Noregur Finnland 4 4 0 0 82-71 8 4 3 0 1 92-85 6 4 1 1 2 80-88 3 4 1 0 3 80-81 2 4 0 1 3 73-82 1 Hefja þarf undirbúning timanlega Það er ekki miklu hægt að bæta við það sem fram hefur komið hjá þjálfurunum Viðari og Hilmari, svo og Þorgils Óttari fyrirliða. Ljóst er að HSÍ þarf strax að marka stefnuna í sam- bandi við undirbúning pilta- landsliðsins fyrir heimsmeistara- keppnina i Finnlandi. Ráða þarf þjálfara sem fyrst og hafa hann með í ráðum þegar undirbúning- urinn er skipulagður. Af samtöl- um við ýmsa leikmenn íslenska landsliðshópsins má ráða að þeir eru mjög ánægðir með Viðar Símonarson sem þjálfara, og vilja að hann verði fenginn til að und- irbúa liðið og stjórna því á HM. Nú ríður á að nota tímann vel, því íslenska piltalandsliðið er nú langt frá því að vera gott, en er skipað efnilegum og áhugasöm- um leikmönnum sem eru tilbúnir til að leggja hart að sér til að verða betri. Og það sem þeir þurfa er tími, samæfing og þjálf- ari. 19

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.