Íþróttablaðið - 01.12.1982, Page 29
Arie Haan — lykilleikmaðurinn hjá Standard Liege og þykir hann frábser
stjórnandi á leikvelli.
þeim er ekkert vel við Flæmingj-
ana sem tilheyra Standard, en ef
farið er í búningsklefann hjá
Standard eru yfirgnæfandi líkur
á því að þar heyrist töluð
flæmska. Mun engin launung á
því að frönskumælandi Belgíu-
menn líta heldur niður á Flæm-
ingjana.
Það var því engin sérstök
ánægja ríkjandi í herbúðum
Anderlecht eftir síðasta keppnis-
tímabil þegar Standard Liege
varð meistari og Anderlecht varð
í öðru sæti, auk þess sem Stand-
ard Liege komst í undanúrslit í
Evrópubikarkeppni bikarhafa.
Það varð enn til að auka á ólg-
una í herbúðum Anderlecht að
mennirnir tveir á bak við sigur-
göngu Standard Liege voru ein-
mitt gamlir Anderlecht-menn,
þeir Raymond Goethals og Arie
Haan. Goethals var um tíma að-
alþjálfari Anderlecht og Arie
Haan var um árabil fyrirliði liðs-
ins, m.a. er það vann meistaratit-
ilinn 1980-1981. Haan varorðinn
hálfgerður kóngur í riki sínu hjá
Anderlecht og það lá í loftinu að
margir leikmenn liðsins og for-
ráðamenn þess vildu gjarnan
losna við hann. Þeir vissu þó sem
var að áhangendur liðsins myndu
ekki taka því þegjandi ef hann
yrði seldur. Þeir fundu því aðra
leið til þess að losa sig við hann.
Anderlecht gekk einfaldlega ekki
að launakröfum hans þegar end-
urnýja skyldi samninginn við
hann og gerði honum tilboð sem
Haan svaraði með kláru nei-i.
Þar með varð ljóst, eins og
forráðamenn félagsins sögðu, að
Haan vildi ekki vera lengur hjá
félaginu.
Forráðamenn Anderlecht voru
líka vissir um að Arie Haan væri
búinn að lifa sitt fegursta sem
knattspyrnumaður. Hann var
orðinn 30 ára og þeir reiknuðu
dæmið þannig að aðalandstæð-
ingar þeirra í Belgíu myndu ekki
sækjast eftir svo gömlum leik-
manni. Það kom því sem köld
vatnsgusa framan í þá þegar
Haan samdi við Standard Liege.
Það þurfti reyndar ekki að
koma svo mikið á óvart þótt
Standard legði áherslu á að fá
Haan til liðs við félagíð. Goethals
var vel kunnugur Arie Haan frá
því að hann þjálfaði Anderlecht
og hann fór ekkert í feiur með álit
sitt á honum. Að auki vantaði
Goethals nauðsynlega leikmann
til þess að fylla skarðið sem Ás-
geir skyldi eftir sig — leikmann
sem gat stjórnað liðinu og drifið
það áfram með krafti sínum, eins
og Ásgeir hafði gert.
Anderlecht keypti ííka
Vanden Stock framkvæmda-
stjóri Anderlecht sá að hann
hafði Ieikið af sér, en reyndi að
vinna aftur upp styrk og álit með
því að kaupa leikmenn fyrir
röskar 25 milljónir króna. Fyrst
skal frægan telja Pétur Pétursson
sem keyptur var frá Feyenoord,
en einnig keypti Stock þá Erwin
Vandenbergh frá Lierse og Alex
Czerniatynski frá Antwerpen.
Allir þessir þrír leikmenn voru
sóknarmenn og áttu þeir að sjá
um að skora mörkin fyrir liðið.
En allt gekk á afturfótunum hjá
stjóranum og eftir að Anderlecht
tapaði fyrir Standard Liege á
heimavelli var ávkeðið að láta
Stock taka pokann. sinn og Paul
van Himst, fyrrum stórstjarna hjá
félaginu, var beðinn að taka við
stjórnvelinum.
Blanda fleiri sér
í baráttuna
Allir búast við því að baráttan
um meistaratitilinn í Belgíu í ár
standi áfram milli Standard
Liege og Anderlecht. En fleiri iið
kunna að blanda sér í baráttuna
Framhald á bls. 68
29