Íþróttablaðið - 01.12.1982, Side 31
\
I
Ef fétögin lékju heimaleiki sína á eigin völlum myndi átroðslan á Laugardalsvöllinn minnka og hann verða
betri.
Fyrsti heima-
leikurinn næsta
sumar________________________
„Það er ekki hægt að segja til
um það í dag, hvenær Valur getur
leikið alla sína heimaleiki á eig-
inn ve!li“ sagði Pétur, „en mark-
mið okkar er að leika einhvern
hluta heimaleikja okkar á Hlið-
arenda næsta sumar. Völlurinn
sem slíkur er nánast tilbúinn, en
ýmislegt annað er þó eftir. Það
„slys“ varð nefnilega með þenn-
an völl, að hann datt út af opin-
berum fjárveitingum áður en
lokið hafði verið við hann, og það
hefur valdið okkur erfiðleikum.
Nauðsynlegum framkvæmdum
er enn ekki lokið, það vantar til
dæmis skjól eða létt þak yfir
áhorfendastæðin, hreinlætisað-
stöðu, bílastæði, og minniháttar
veitingasöluaðstöðu. Þetta er sá
lágmarks aðbúnaður sem við
teljum að þurfi að vera við völl-
inn til að sómasamlegt sé að
bjóða leikmönnum Vals, keppi-
nautum okkar í íþróttinni og
áhorfendum uppá. Þetta þarf að
vera til staðar til að við geturn
boðið upp á völlinn, þetta eru
þær lágmarkskröfur sem gera
verður til að þar geti farið fram
leikir í 1. deildinni. — En þar sem
fjárveitingin var stöðvuð áður en
völlurinn var tilbúinn, hefur orð-
ið dráttur á því að við tækjum
völlinn í notkun. Fjárveitingin
var meira að segja stöðvuð það
fljótt, að við gátum ekki gert
áhorfendastæðin nægilega stór til
að taka við þeim fjölda áhorf-
enda sem horfði á Val leika á
þeim tíma, svo ef aðsókn hjá
okkur verður eins og hún var, þá
eru stæðin of lítil.“
— Er það alveg óumdeilt í
þínum huga og ykkar Vals-
manna, að æskilegt sé að félögin
eigi sína velli? Fer ekki vel um
ykkur inni í Laugardal?
„Það er ekkert vafamál að
æskilegt er að félögin eigi sína
eigin velli og geti leikið flesta sína
heimaleiki þar. Úti um allt land
eru til staðar vellir í plássum, sem
mörg hver telja ekki nema eitt til
fimm þúsund manns, eða þá að
unnið er að því að koma völlum
upp. Hér búa í Reykjavík meira
en áttatíu þúsund manns, og því
ætti okkur ekki að verða skota-
skuld úr því að byggja hér fleiri
félagsvelli. Starfsemi íþróttafé-
laganna er óumdeilanlega mjög
nytsöm og holl æskulýðsstarf-
semi, og það hefur ómetanleg
áhrif fyrir félögin ef þau geta
leikið á sínum eigin völlum. Það
myndar samkennd og auðveldar
starfið í viðkomandi hverfum,
eykur áhuga fólks á öllum aldri
og verður til þess að yngra fólk
sækir í íþróttafélögin í auknum
mæli. Það má gera ráð fyrir því
að fjögur til fimm félög leiki í 1.
deildinni frá Reykjavík árlega, og
það er fráleitt fyrirkomulag að
31