Íþróttablaðið - 01.12.1982, Síða 33
allir leikir þessara liða fari fram á
einum og sama staðnum. Æski-
legast væri fyrir alla aðila að fé-
lögin ættu sína velli, og þar yrði
leikið alla jafna. Stærri leikir, svo
sem bikarúrslitaleikir, úrslita-
leikir í íslandsmóti, Evr-
ópuleikir og landsleikir færu
svo fram á stórum leikvangi í eigu
borgarinnar. Þetta er það sem
gerst hefur erlendis, og þetta
hlýtur að verða hér innan tíðar,
og á alls ekki að vera neitt
ágreiningsmál milli borgaryfir-
valda og íþróttafélaganna, heldur
er um að ræða sameiginlegt
hagsmunamál. Við eigum að líta
á Laugardalsvöllinn sem okkar
stóra leikvang, sem þjóðarleik-
vang, og við eigum að vera stolt
af að eiga góðan leikvang þar. En
um leið er félögunum nauðsyn á
að koma upp sínum eigin völlum,
félagsleg og fjárhagsleg nauð-
syn.“
Ekki litlar
upphæðir
greiddar í leigu
— Fjárhagsleg, hver er ókost-
urinn fjárhagslega við að leika í
Laugardal?
„Félögin greiða óhemju mikla
vallarleigu til borgarinnar, og
hún stendur þeim verulega fyrir
þrifum. Vallarleiga nemur nú
17% af tekjum, en þá er ekki allt
talið, því við verðum að greiða
3% til K.R.R. og önnur 3% til
Í.B.R., auk dómaragjalda og
fleiri hluta. Það eru því ekki litlar
fjárhæðir sem þarf að greiða fyrir
90 mínútna afnot af völlunum, og
þegar stórleikir fara fram, oft
með mikilli áhættu félaganna,
matar borgin krókinn. Ég get
nefnt sem dæmi, að fyrir
Manchester United-leikinn í
sumar, greiddum við Vals-
menn 109 þúsund krónur í vall-
arleigu. Það er dágóður skilding-
ur, og oft greiða íþróttafélögin
mun meira til hins opinbera með
þessum hætti en nemur styrkjum
til starfseminnar. Það hýtur
vissulega að vera mönnum um-
hugsunarefni, og raunar vafa-
samt að tala um styrki í þessu
sambandi.“
Fjármagni
til íþróttanna
er vel varið
— En styrkur af opinberu fé
til íþróttafélaganna, á hann ör-
ugglega rétt á sér?
„Já. Það er ekki umdeilt að
fólk vill að fé sé varið til æsku-
lýðsmála, og íþróttafélögin eru
og verða óhjákvæmilega mjög
snar þáttur í slíkri starfsemi. Það
er viðurkennd staðreynd hér og
erlendis. En það er eins og þetta
vefjist fyrir sumum, og benda má
á að ekki er til nein opinber
stefna í því hvernig eigi að nýta
skólaíþróttahús eða íþrótta-
mannvirki í neinu samhengi, ekki
hvernig eigi að tengja saman al-
menningsíþróttir og skipulagða
starfsemi íþróttafélaganna. Það
er ekki vitað hvemig best má
nota mannvirki sem til eru og svo
framvegis. Hér þarf að verða
breyting á, það er ef til vill brýn-
asta verkefnið í þessu nú.
í þessu efni get ég ekki stillt
mig um að nefna að Æskulýðsráð
borgarinnar hefur á undanförn-
um árum haldið uppi eins konar
samkeppni við íþróttafélögin um
æskulýðsstarfið, án þess að tengja
þessa hluti saman og ná því besta
út úr því öllu. Fróðlegt væri hins
vegar að sjá þróunina í því fjár-
magni sem Æskulýðsráð hefur
fengið frá því það var sett á lagg-
irnar, og svo hvað það hefur
aukist er íþróttafélögin fá í sinn
hlut.“
— En Valur hefur væntanlega
mótað sína stefnu til næstu ára.
Hvað er framundan hjá ykkur í
uppbyggingu á félagssvæðinu?
Uppbygging
að Hlíðarenda
„Á Valssvæðinu að Hlíðar-
enda hyggjumst við byggja
þannig upp, að þar verði tvö
íþróttahús, tveir grasvellir, tveir
malarvellir, útihandknattleiks-
völlur, stjórnar- og skrifstofuhús-
næði, félagsheimili og áhaldahús.
Annar grasvöllurinn er þegar að
verða til eins og við höfum rætt
um, og rætt er um að hinn verði
lagður gervigrasi. Annar malar-
völlurinn er þegar til staðar svo
og íþróttahúsin og svo er hitt í
byggingu. Útihandknattleiks-
völlurinn verðurfyriraustan nýja
íþróttahúsið. Félagsheimilið á
svo að tengja íþróttahúsin. Nú-
verandi íbúðarhús verður gert
upp og verður notað fyrir stjórn
og skrifstofuhald. Loks verður
svo núverandi félagsheimili, sem
er eins og allir vita gamalt fjós og
hlaða, nýtt fyrir áhalda- og við-
gerðaaðstöðu fyrir svæðið. Með
þessu móti er núverandi félags-
svæði Vals fullnýtt.“
— Núverandi?Erþaðekkiallt
svæði Vals, er félagið ekki þegar
búið að fylla út í allt umráða-
svæði sitt og vel það?
„Nei, svo er ekki, því að við
fengum frá borginni þá bestu af-
mælisgjöf í fyrra, sem við gátum
hugsað okkur. Þá samþykkti
borgarráð að úthluta Val svæðið
fyrir vestan núverandi félags-
svæði, það er að segja þar sem nú
er gamli vegurinn út á Reykja-
víkurflugvöll og núverandi flug-
braut er, og allt að lóð Lands-
spítalans. Þetta er svæði sem gæti
rúmað stóran leikvang með öll-
um þjónustumannvirkjum, eða
þá smærri æfingavelli. En með
þessu má segja að Valur sé kom-
inn með félagssvæði er tryggi
veru Vals á Hlíðarenda um
ókomin ár. — Stór leikvangur
Vals á þessu viðbótarsvæði er svo
fjarlægari hugmynd, sem ekki
33