Íþróttablaðið - 01.12.1982, Síða 36

Íþróttablaðið - 01.12.1982, Síða 36
Það vantar „forystusauð” í landsliðið Spjallað við Bjarna Guðmunsson um íslenskan og þýskan handknattleik, möguleika í B-keppninni í vetur og fleira Bjarni Guðmundsson er íslenskum íþóttamönnum að góðu kunnur sem einn besti handknattleiksmaður landsins undanfarin ár og örugglega sá fljótasti. Þrátt fyrit ungan aldur, en Bjarni er aðeins 25 ára, hefur hann leikið yfir 100 landsleiki auk ca. 250 leikja með félagi sínu Val, en hann hóf að leika með Val og landsliðinu á svipuðum tíma er hann var aðeins 17 ára gamall. Þess er minnst að þegar Bjarni hafði leikið fjóra landsleiki átti hann aðeins tvo leiki að baki með meistaraflokki Vals! Oft hefur Bjami yljað áhorfendum með hraða sín- um og keppnishörku, og þau eru ófá skiptin sem hann hefur tryggt liðum sínum, Valsliðinu og landsliðinu, sigur eða jafntefli jafntefli í þýðingarmiklum leik með marki úr hraðaupphlaupi á lokamínútunni. Síðastliðin tvö keppnis- tímabil hefur þessi snöggi og stórskemmtilegi horna- maður, sem kunnugt er leikið með v.-þýsk liðinu Nettlestedt í „Bundeslig- unni“ og hefur staðið sig með mikilli prýði. En hver var ástæðan fyrir því að hann hleypti heimdraganum og hélt til V-Þýskalands? Fór út til að læra „Það má segja að löngun til að læra og um leið upplifa eitthvað nýtt hafi valdið mestu um þá ákvörðun mína að flytjast til Þýzkalands. Með „læra“ á ég bæði við að læra meira í hand- knattleiknum og einnig í sam- bandi við starf mitt, tölvuvinnsl- una. Ekki eru allir svo heppnir að hafa tækifæri til að æfa íþrótt sína við bestu aðstæður og fá þ.a.l. meira út úr henni, á sama tíma og þeir mennta sig og leggja grunn að framtíð sinni. Ég ætlaði í skóla til að bæta við kunnáttuna á mínu áhugasviði, sem er tölvu- vinslan, en þegar til kom var of langt að fara í góðan skóla, svo ég 36

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.