Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1982, Side 38

Íþróttablaðið - 01.12.1982, Side 38
Oft hefur Bjarni verðskuldað koss fyrír góða frammistöðu en sjaldan þó eins og þegar Valsmenn sigr- uðu Atletico Madrid í undanúrslit- um Evrópubikarkeppninnar. alla daga kl. 18-20, en venjulega æfum við fjórum sinnum í viku og leikum einn leik. Þetta er í sjálfu sér ekki svo frábrugðið því sem maður var að gera heima, en svona vil ég hafa það. Auðvitað hefði ég getað farið í einhvern skóla eða fengið '/2 dags vinnu eins og flestir félaga minna í lið- inu, en kaus að reyna að fá sem mest út úr dvölinni úti, og það þótt ég yrði þá að leggja svolítið hart að mér, slíkt hefur aldrei skaðað neinn. Hálfatvinnumennska, sem styrkir frá fyrir- tækjum og einstakl- ingum fjármagna „í Þýskalandi er hægt að tala um hálf-atvinnumennsku í handboltanum. Yfirleitt eru leik- menn annað hvort í námi eða vinna nokkrar klst. á dag. Menn eru á samningi hjá félagi sínu, eru á mánaðarlaunum eða jafnvel '/2 árs launum, en enginn veit hvað annar hefur, nema hvað „bónus“ fyrir unna leiki er sá sami fyrir alla leikmenn. Að öðru leyti er það einstaklingsbundið hvað menn bera úr býtum. Félögin fá styrki frá ýmsum aðilum, fjár- sterkum einstaklingum eða fyrir- tækjum, til að standa undir rekstrinum, en happdrætti, auglýsingasöfnun og alls konar „betl“ í líkingu við það sem á ís- landi tíðkast er sjaldgæft. Samanburður á ytri aðstæðum svo og ís- lenskum og þýskum handknattleik Aðstæðumar: Eins og fram hefur komið æfi ég ekkert meira núna en ég var vanur að gera heima. Æfinga- tíðnin er svipuð en æfingarnar nýtast miklu betur. Kemur þar m.a. til hina kunna þýska skipu- Iagningu og ekki síður stundvísi leikmanna. Þegar sagt er að æf- ing sé kl. 18:00 er ekki átt við að þá eigi leikmenn að mæta á æf- ingasvæðið heldur séu þeir til- búnir til að hefja æfinguna. Á þessu verður afar sjaldan mis- brestur enda eru menn sektaðir ef þeir mæta of seint. Svo er öll að- staða ólíkt betri úti en við ís- lendingar eigum að venjast, og gildir það bæði um æfingaað- stöðu svo og aðstöðu til funda. Það er aldrei neitt vandamál með að fá inni í góðum íþróttasal og því hægt að fjölga æfingum eða bæta við séræfingum hvenær sem þjálfaranum dettur í hug. Hann er mikill munurinn á þeirri vinnuaðstöðu sem íslenskir þjálf- arar og þýskir vinna við. Úr því að ég minnist á þjálfarmálin, þá er rétt að það komi fram að við íslendingar eigum nokkra mjög góða þjálfara sem eru síst lakari en sumir sem starfa í v.-þýsku „Bundesligunni.“ Það kom mér hvað mest á óvart úti að þjálfar- arnir skyldu ekki vera betri, og það er um leið gaman að okkar fámenna þjóð skuli eiga leið- beinendur sem eru fyllilega sam- keppnisfærir við þá sem starfa hjá þessari miklu handknatt- leiksþjóð. Þjálfun — handboltinn: Betra skipulag á æfingunum úti gefur það til kynna að þjálf- ararnir séu almennt mjög vel undirbúnir, og það ásamt stund- vísi allra sem hlut eiga að máli, gefur miklu betri nýtingu á æf- ingatímanum eins og áður sagði. Sjálfar æfingarnar eru kannski svipaðar þeim sem algengastar eru heima, nema hvað mun meiri áhersla er !ögð á séræfingar fyrir markverði svo og skotæfingar. Mennirnir eru teknir sér 2-3 í viku, og svo eru ýmiskonar skot æfð á hverri einustu æfingu og það kemur náttúrulega bæði úti- spilurum og markmönnum til góða. Þessar miklu æfingar skila sér svo í því að markvarslan í Þýska- landi er í allt öðrum „klassa“ en hér heima. Sama má reyndar segja um varnarleikinn enda er lögð miklu meiri áhersla á að æfa 38

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.