Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1982, Side 41

Íþróttablaðið - 01.12.1982, Side 41
Eftirhraðaupphlaup stekkurBjarnilangtin' íteiginn og þaðþarfvarla að spyrja að þvíhvar knötturinn hafnaði. ar, uppbygginu liðsins eða annað sem mönnum þótti í ólagi, í stað þess að „rakka“ niður framrni- stöðu liðsins á milli leikjanna og draga úr aðsókn að þeim leikjum sem á eftir komu. Vandamálin innan handknatt- leiksins eru bæði fjárhagslegs eðlis og handboltalegs. Þau síð- arnefndu leysum við ekki á ein- um degi eða tveimur og fjármálin batna ekki nema við fáum fólk í Höllina þegar landsleikir eru. En ég vil taka það fram að margt af því sem fram kom í fjölmiðlum um þessa leiki var alveg rétt, en „krítik“ verður að vera jákvæð og umfram allt koma á réttum tíma. „Verðum meðal 6 efstu í B-keppninni.“ Ég er ánægður yfir því að landsliðinu gangi mátulega illa um þessar mundir. Það er betra að vandamálin komi fram núna en þegar nær dregur að B- keppninni eða jafnvel þegar hún er hafin. Nú höfum við tíma og tækifæri til að lagfæra það sem að er, þ.e.a.s. það sem hægt er að laga. Undirbúningurinn fyrir þessa B-keppni virðist ætla að verða meiri og betri en fyrir þá síðustu. Á móti kemur að keppn- in í febrúar verður mun erfiðari en undanfarin ár, þar sem liðin sem taka þátt i keppninni eru með alsterkasta móti og möguleikar okkar þar af leiðandi minni en síðast. Þrátt fyrir það er ég sæmi- lega bjartsýnn og spái hópnum góðu gengi og einhverju af 6 efstu sætunum í keppninni.“ — Það er ekki að efa að Bjarni Guðmundsson mun geta allt sem í hans valdi stendur til að svo megi verða og íþróttablaðið sendir honum og hinum landsliðsköpp- unum baráttukveðjur í lokaundir- búninginn með ósk um að liðið „smelli saman“ á réttum tíma. Laugardaga og sunnudaga til kl. 16. 41

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.