Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1982, Page 49

Íþróttablaðið - 01.12.1982, Page 49
rannsóknum í þágu íþróttanna. Ýmis lönd höfðu þá þegar komið sér upp stofnunum fyrir líkams- rækt, vel útbúnum fyrir líffræði- rannsóknir. Árið 1938 samþykkti sænska þingið að stofna prófessorsembætti við íþrótta- kennaraháskólann til að sinna þessu verkefni og ekki aðeins til að styðja kennsluna við skólann heldur einnig og ekki síður til að bæta líkamsrækt fólksins í land- inu með sérstöku tilliti til at- vinnuhátta. Árið 1944 tók Fysiologiska Institutet til starfa í ágætri aðstöðu við íþróttakenn- araskólann og tilheyrði honum til ársins 1979, er stofnunin féll und- ir Karolinska Institutet. Með því var skapaður betri fjárhagslegur grundvöllur fyrir reksturinn og samstarf auðveldað við allar þær rannsóknarstofur sem heyra undir Karolinska og sjúkrahúsin í landinu. Starf og fyrirkomulag Við stofnunina starfa nú 42 starfsmenn. 3 prófessorar, 2 há- skólalektorar með kennsluskyldu við G.I.H. auk rannsókna, 10 doktorantar, verkfræðingar, hjúkrunarfræðingar, ritarar og aðstoðarfólk á rannsóknarstof- um. Stofnunin getur ráðið vali á verkefnum og stefnir í aðalatrið- um að því að rannsaka og skil- greina starfsemi mannslíkamans við mismunandi álag og störf. Rannsóknirnar hafa sveigst mikið inn á afkastagetu manns- líkamans. íþróttakennaraskólinn hefur ætíð notið góðs af starfinu og starfsmenn á „Fysiologen“ sjá um alla kennslu í „Human- biologi“ sem skiptist í marga þætti s.s. líffræði, lífeðlisfræði, þjálffræði, aflfræði o.fl. Þá vinna nemendur sitt sérverkefni (specialarbete) í samvinnu við stofnunina og undir handleiðslu prófessoranna. Þessar nemenda- rannsóknir eru allítarlegar og oftast líffræðilegs eðlis t.d. rann- sóknir og tilraunir á þjálfunarað- Svíar hafa náð mjög langt á sviði almenningsíþrótta, enda hefur fólk rækilega verið upplýst um gildi íþrótta sem liðs íheiisuvernd. Algengter að sjá skokkara — jafnvel eina síns liðs. ferðum og áhrifum þeirra á íþróttamenn. Fysiologen skiptist í þrjár deildir. Ein starfar að rannsókn- um á efnaskiptum við hvíld og lágmarks afköst. Einnig að áhrif- um af völdum af lítillar líkams- þjálfunar. Sú deild kannar einnig áhrif umhverfis á líkamann, þjálfum í kulda og hita, hæð yfir sjávarmáli og fæðuneyslu við mismunandi álag og afköst. Þarna er einnig fylgst með meiðsla- og skaðaáhættu við mismunandi aðstæður og þjálf- unaraðferðir. Stofnunin hefur þróað mælingatækni á þessum sviðum sem viðurkennd er um allan heim. Deild tvö vinnur að rannsókn- um á taugakerfinu og þætti þess í hreyfingum líkamans, t.d. hvernig boð hefjast við göngu og hlaup, hvar í miðtaugakerfinu „prógrammið“ er staðsett og hvernig það virkar. Tilraunir eru gerðar á dýrum t.d. köttum og reynt að fullkomna mælingar á eiginleikum taugakerfisins. Þá eru gerðar þarna tilraunir með flóknum tækjabúnaði á beitingu og dreifingu krafta, vogarafls og miðflóttaafls við hreyfingar. Nú eru hafnar langtímarannsóknir á 49

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.