Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1982, Qupperneq 49

Íþróttablaðið - 01.12.1982, Qupperneq 49
rannsóknum í þágu íþróttanna. Ýmis lönd höfðu þá þegar komið sér upp stofnunum fyrir líkams- rækt, vel útbúnum fyrir líffræði- rannsóknir. Árið 1938 samþykkti sænska þingið að stofna prófessorsembætti við íþrótta- kennaraháskólann til að sinna þessu verkefni og ekki aðeins til að styðja kennsluna við skólann heldur einnig og ekki síður til að bæta líkamsrækt fólksins í land- inu með sérstöku tilliti til at- vinnuhátta. Árið 1944 tók Fysiologiska Institutet til starfa í ágætri aðstöðu við íþróttakenn- araskólann og tilheyrði honum til ársins 1979, er stofnunin féll und- ir Karolinska Institutet. Með því var skapaður betri fjárhagslegur grundvöllur fyrir reksturinn og samstarf auðveldað við allar þær rannsóknarstofur sem heyra undir Karolinska og sjúkrahúsin í landinu. Starf og fyrirkomulag Við stofnunina starfa nú 42 starfsmenn. 3 prófessorar, 2 há- skólalektorar með kennsluskyldu við G.I.H. auk rannsókna, 10 doktorantar, verkfræðingar, hjúkrunarfræðingar, ritarar og aðstoðarfólk á rannsóknarstof- um. Stofnunin getur ráðið vali á verkefnum og stefnir í aðalatrið- um að því að rannsaka og skil- greina starfsemi mannslíkamans við mismunandi álag og störf. Rannsóknirnar hafa sveigst mikið inn á afkastagetu manns- líkamans. íþróttakennaraskólinn hefur ætíð notið góðs af starfinu og starfsmenn á „Fysiologen“ sjá um alla kennslu í „Human- biologi“ sem skiptist í marga þætti s.s. líffræði, lífeðlisfræði, þjálffræði, aflfræði o.fl. Þá vinna nemendur sitt sérverkefni (specialarbete) í samvinnu við stofnunina og undir handleiðslu prófessoranna. Þessar nemenda- rannsóknir eru allítarlegar og oftast líffræðilegs eðlis t.d. rann- sóknir og tilraunir á þjálfunarað- Svíar hafa náð mjög langt á sviði almenningsíþrótta, enda hefur fólk rækilega verið upplýst um gildi íþrótta sem liðs íheiisuvernd. Algengter að sjá skokkara — jafnvel eina síns liðs. ferðum og áhrifum þeirra á íþróttamenn. Fysiologen skiptist í þrjár deildir. Ein starfar að rannsókn- um á efnaskiptum við hvíld og lágmarks afköst. Einnig að áhrif- um af völdum af lítillar líkams- þjálfunar. Sú deild kannar einnig áhrif umhverfis á líkamann, þjálfum í kulda og hita, hæð yfir sjávarmáli og fæðuneyslu við mismunandi álag og afköst. Þarna er einnig fylgst með meiðsla- og skaðaáhættu við mismunandi aðstæður og þjálf- unaraðferðir. Stofnunin hefur þróað mælingatækni á þessum sviðum sem viðurkennd er um allan heim. Deild tvö vinnur að rannsókn- um á taugakerfinu og þætti þess í hreyfingum líkamans, t.d. hvernig boð hefjast við göngu og hlaup, hvar í miðtaugakerfinu „prógrammið“ er staðsett og hvernig það virkar. Tilraunir eru gerðar á dýrum t.d. köttum og reynt að fullkomna mælingar á eiginleikum taugakerfisins. Þá eru gerðar þarna tilraunir með flóknum tækjabúnaði á beitingu og dreifingu krafta, vogarafls og miðflóttaafls við hreyfingar. Nú eru hafnar langtímarannsóknir á 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.