Íþróttablaðið - 01.12.1982, Qupperneq 52
gefur þennan hæfileika eða hvort
hann er meðfæddur.
Skipulag og fjármögnun
Ríkið greiðir laun starfsfólks-
ins og leggur til ákveðna rekstr-
arupphæð árlega. Síðastliðið ár,
1981, var sú upphæð 400 þúsund
krónur sem varla dugir til að
halda við bókasafninu. Starfið á
Fysiologen er því háð framlögum
frá Medisinska forskningsraadet
sem sækja þarf um og verður á
þessu ári um 1 milljón sænskra
króna. Þá lagði herinn til 80 þús-
un krónur vegna rannsókna í
hans þágu og Arbetarskydds-
fonder lagði fram 40 þúsund
krónur.
Vandinn er að fá meira fjár-
magn til starfsins en nú eru stór
iðnaðarfyrirtæki og trygginga-
fyrirtæki farin að styðja ákveðnar
rannsóknir með fjárframlögum.
Þá koma til sérstakar fjárveiting-
ar til kaupa á nýjurn tækjum en
þau tæki sem stofnunin á nú
þegar hafa kostað tugi milljóna
króna.
Ýmsiraðilar sækja um styrki til
Idrættens Forskningsraad og afla
sér leyfis til að.rannsaka ákveðna
þætti tengda íþróttum. Er um að
ræða læknisfræði, lífeðilsfræði,
sálarfræði o.fl. Forskningsraadet
hefur tvo starfsmenn sem kenna
að hluta til við G.I.H. og veita
forstöðu R.Fs. rannsóknarstofu í
Bosön. Þeir eiga að fylgjast með
þeim rannsóknum sem tengjast
íþróttum og gefa út árlega skýrslu
með kynningu á þeirn og hvar
hægt er að fá skýrslur og niður-
stöður hverrar rannsóknar.
Þá hafa stærstu sérsamböndin
starfandi vísindamenn t.d. lækna
eða líffræðinga. Sænska frjáls-
íþróttasambandiðhefurt.d.mann
í hálfu starfi sem rannsakar og
gerir tilraunir með þjálfunarað-
ferðir fyrir afreksfólk. Frjáls-
íþróttasambandið hefur á launa-
skrá hjá sér 25 fasta starfsmenn
svo dæmi sé nefnt um umsvif eins
sérsambands í Svíþjóð.
Á sjúkrahúsum landsins eru
stofnanir fyrir „kliniska
fysiologi“ og þar hafa ýmsar að-
ferðir sem notaðar eru við rann-
sóknir á íþróttamönnum verið
fundnar upp. Þannig að viða-
miklar líffræðilegar rannsóknir
eiga sér stað um allt land sem
koma íþróttahreyfingunni til
góða vegna þess að hún hefur
tengsli við þær og fylgist með því
sem gert er á þessu sviði.
Niðurstöður rannsókna birtast
í skýrslum og tímaritum og
dreifast oft út um allan heim.
Þannig skiptast lönd og þjóðir á
upplýsingum en þjóðir sem ekk-
ert gera til að fylgjast með í þess-
um efnum dragast að sjálfsögðu
aftur úr. Þá má geta þess að oft
eru í dagblöðum, útvarpi og
sjónvarpi viðtöl við rannsóknar-
menn um tilraunir þeirra og oft
eru þeir spurðir álits þegar skyld
mál, tengd íþróttum koma upp,
og verða að umræðuefni.
Lokaorð
P.O. Aastrand hefur ritað
margar bækur og bæklinga sem
út hafa kornið á mörgum tungu-
málum. Á árunum eftir 1950
TÍZKUBLAÐ
kvatti hann mikið til þess að
gerðar yrðu skokkbrautir og
skíðagöngubrautir. Hann var
með fyrstu mönnum til að vekja
athygli á sambandi hjarta- og
æðasjúkdóma og hreyfingar-
leysis, Aastrand hvatti fólk til að
stunda reglubundna líkamsþjálf-
un og hugsa um matarræði sitt og
borða hollan mat. Hann hefur í
rúm þrjátíu ár stuðlað að því að
fleiri og fleiri Svíar stunda nú
líkamsrækt til að viðhalda og
auka andlegt og líkamlegt heil-
brigði. Aastrand sjálfur er mikill
náttúruskoðari og fuglaskoðari
og til gamans má geta þess að í
hléum á milli fyrirlestra grípur
hann gjarnan í pianóið og leikur
fyrir stúdentana í íþróttakenn-
araskólanum.
Þeir sem áhuga hafa á upplýs-
ingum um rannsóknir í Svíþjóð
og hvar unnt er að panta skýrsl-
urnar og niðurstöðurnar geta
snúið sér til fræðslufulltrúa
íþróttasambands íslands.
Hermann Níelsson
íþróttakennari
Mmur
moo
52