Íþróttablaðið - 01.12.1982, Page 53
Guðmundur Þ. Harðarsson skrrfar um sund:
Shene Gould
Ástralía er þekkt fyrir
sól, sand, haf og almennan
áhuga fólks á útilífi.
íþróttaáhugamenn
þekkja þó til Ástralíu einnig
vegna þess að þaðan hefur
margt þekkt íþróttafólk
komið. Frá Ástralíu, þar
sem náttúrulegar aðstæður
hafa hjálpað tilvið að skapa
íþróttafólk á heimsmæli-
kvarða, þó sérstaklega
sundfólk. Hefur Ástralía um
langan aldur verið í hópi
bestu sundþjóða í heimin-
um.
Tracey Wickham
Á Ólympíuleikunum í Mel-
boume 1956 sigraði sundfólk frá
Ástralíu í átta sundgreinum af
þrettán sem keppt var í. í Róm,
fjórum árum síðar, sigruðu
Ástralíumenn í fimm sundgrein-
um, en það var einmitt á
Ólympíuleikunum 1960 sem
sundfólk frá Bandaríkjunum fór
að láta að sér kveða í sundkeppni
leikanna, svo eftir var tekið. Þar
sigraði það í níu sundgreinum af
fimmtán.
Meðal þess ástralska sundfólks
sem hefur gert garðinn frægan
eru fjórar stúlkur sem nefna
mætti „gullkvartettinn“. Allar
stúlkurnar hafa verið í fremstu
röð sundkvenna, hver á sínum
53