Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 55

Íþróttablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 55
— sund — sund — sund — sund — sund — sund — sund — tíma og unnið til verðlauna á Ólympíuleikum eða á heims- meistaramótum. Ef nokkur þeirra ætti skilið að bera titilinn „sunddrottningin“ þá er það Dawn Fraser, sprett- sundkonan fræga, sem sigraði í 100 metra skriðsundi á þremur Ólympíuleikum í röð. Nokkuð sem enginn annar sundmaður eða kona hefur leikið eftir fyrr eða síðar. Dawn Fraser varð Ólympíumeistari í 100 metra skriðsundi í fyrsta sinn á leikun- um í Melboume 1956, synti þá á 1:02,0 mín. Fjórum árum síðar, í Róm, varði hún Ólympíutitil sinn og synti þá á 1:01,2 mín. Dawn varð fyrst kvenna til þess að synda 100 metra skrið- sund á skemmri tíma en 60 sek- úndum. Það gerði hún 27. októ- ber 1962 í Melboume er hún setti heimsmet og synti á 59,9 sek. Á Ólympíuleikunum í Tokyo 1964 var Dawn Fraser 27 ára að aldri en henni tókst að verja titil sinn í 100 metra skriðsundi. Tími hennar þá var 59,5 sek. og var hún 4/10 úr sekúndu á undan Sheron Stouder frá Bandaríkj- unum sem synti á 59,9 sek. og varð því önnur kvenna til þess að synda 100 metra skriðsund á skemmri tíma en 60 sekúndum. Fraser bætti heimsmetið í 100 metra skriðsundi alls 11 sinnum. Fyrsta heimsmetið sem hún setti í þessari grein var 1:04,5 mín. og það setti hún 21. febrúar 1956. í síðasta skiptið sem Fraser bætti heimsmetið, 29. febrúar 1964 í Sidney,syntihúná58,9sekúndum, og voru því rúm átta ár milli þess að hún setti sitt fyrsta heimsmet til hins síðasta. Hafði Dawn þá átt heimsmetið frá 1. desember 1956 án þess að nokkurri annarri stúlku tækist að komast þar á milli. Núverandi heimsmet í 100 metra skriðsundi á Barbara Krause frá Austur—Þýskalandi og er það 54,79 sek. sett á Ólympíuleikunum í Moskvu sumarið 1980. Alls setti Fraser 27 heimsmet á ýmsum skriðsundsvegalengdum á 10 ára sundferli sínum. Shane Gould, ein af stúlkun- um í „gullkvartettinum“, var án efa gullstúlka Ólympíuleikanna í Múnchen 1972. Þar sigraði hún í þremur sundgreinum og setti heimsmet í þeim öllum, auk þess sem hún vann til einna silf- urverðlauna og einna bronsverð- launa. Shane hóf sigurgönguna á Ólympíuleikunum 1972 með því að sigra í 200 metra fjórsundi (2:23,07 mín.), sigraði því næst léttilega í 400 metra skriðsundi (4:19,04 mín.) og síðan í 100 metra skriðsundi, eftir að hafa leitt sundið alla leiðina (2:03,56 mín.). Shane setti alls 11 heims- met á sundferli sínum. Á átta mánaða tímabili frá lokum ársins 1971 og fram á mitt ár 1972 átti hún heimsmetin í öllum vega- lengdum í skriðsundi, sem heimsmet eru staðfest í, þ.e. í 100m., 200m„ 400m„ 800m„ og 1500 metra sundum — afrek sem enginn annar sundmaður eða kona hefur náð. Hinar tvær stúlkumar í „gull- kvartettinum“ eru Tracey Wickham og Michelle Ford. Segja má að þær séu fulltrúar núverandi keppnissundfólks í Ástralíu. Tracey Wickham var ein af stjömum heimsmeistaramótsins í Vestur—Berlín 1978. Þar sigraði hún í 400 og 800 metra skrið- sundi. Það var einmitt árið 1978 sem Tracey setti heimsmetin í báðum ofangreindum vega- lengdum. Metið í 400 metra skriðsundi var 4:06,28 mín. og í 800 metra skriðsundi 8:24,62 mín. og stendur það heimsmet enn þann dag í dag. Michelle Ford sigraði í 800 metra skriðsundi á Ólympíuleik- unum í Moskvu 1980. Þar synti hún á 8:28,90 mín„ sem er þriðji besti tími sem náðst hefur í greininni frá upphafi. Tracey Wickham kaus hins vegar að taka ekki þátt í leikunum í Moskvu. Héldu því margir að gullverð- launin mundu falla í hlut aust- ur-þýskrar stúlku, sem var mjög sigursæl á leikunum. En svo fór nú ekki. Michelle sá um að færa gullverðlaunin heim til Ástralíu og rauf þar með nær óslitna sig- urgöngu austur-þýsku stúlkn- anna á leikunum í Moskvu. Þessar fjórar fræknu sundkon- ur hafa vissulega veitt sund- áhugafólki í Ástralíu og um allan heim ánægju og gleði með afrek- um sínum. Víst er að afrek þeirra munu örva og hvetja næstu kyn- slóðir sundfólks í Ástralíu til dáða og enn betri afreka. Áskriftar símar íþrótta bldðsins 82300 82302 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.