Íþróttablaðið - 01.12.1982, Page 57
A útivelli
:3Rbwk»!kI|Í
' ■ . ^ M $ í
Um 5 þúsund tóku þátt í
maraþonhlaupi
Áhugi á löngum hlaupum fer
nú vaxandi víða um iönd í
kjölfar heilsuræktarbylgjunn-
ar. Trimmarar vilja gjaman
reyna sjálfa sig með því að
taka þátt í hlaupum eins og t.d.
maraþonhlaupi, en hér á árum
Enska lands-
liðið til
Ástralíu
Enska knattspymulandslið-
ið mun fara í keppnisferð til
Ástralíu næsta vor og leika þar
þrjá opinbera la.dsleiki, i
Melboume, Cambtrra og
Sydney.
aður hefði það þótt fjarstæða
að „venjulegt“ fólk tæki þátt í
slíkum hlaupum. Nú er hins
vegar svo komið að varla er
haldið svo mót í maraþon-
hlaupi að ekki þurfa að vísa
hundruðum eða þúsund manna
frá. I sumar fór fram mara-
þonhlaup í Vestur-Beriín og
tóku þátt í því 4.886 manns frá
37 þjóðum. Heimamenn voru
þó vitanlega fjölmennastir eða
um 3000 talsins. Yngsti þátt-
takandinn í hlaupinu var 13
ára, en sá elsti 75 ára. Nokkur
afföll urðu á hlaupinu og muna
ekki „nema“ 4.500 hafa lokið
því. Sigurvegari var Domingo
Tibaduzia frá Kolombíu á
2:14,96 klst., en Vestur-þjóð-
verjinn Eberhard Weyl varð í
öðru sæti. í kvennakeppninni
sigraði breska stúlkan Jean
Lochhead á 2:47,04 klst.
Nektarmyndir
á háu verði
Hávaðamál er nú komið upp
í Brasilíu. Komið hefur í ljós
að Ijósmyndari nokkur tók
myndir af leikmönnum
brasilíska landsliðsins er þeir
voru að spóka sig naktir í bún-
ingsherbergjunum eftir leik í
heimsmeistarakeppninni í
sumar. Þessar myndir ganga
nú kaupum og sölum í Brasilíu
og hefur reynst erfitt að stoppa
þá sölu. Einkum og sér í Iagi
munu það vera ungar konur
sem sækjast eftir myndunum
og greiða hátt verð fyrir þær.
57