Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1982, Page 63

Íþróttablaðið - 01.12.1982, Page 63
A útivelli coupe d’europe heidenheimer Glæsileg verðlaunamynd Sagt er að íþróttamynda- tökur sé mikil list og erfiðari viðureignar en flest annað sem ljósmyndarar fást við. íþrótta- Ijósmyndarar þurfa að hafa augun opin og vera viðbúnir því ýmislegt í íþróttunum gerir sannarlega ekki boð á undan sér, og það er mikilvægt fyrir Ijósmyndarann að ná mynd- inni á hárréttu andartaki. Al- þjóðasamtök íþróttafrétta- manna hafa um árabil efnt til samkeppni um bestu íþrótta- ljósmyndir ársins og hefur samkeppnin verið tvískipt að undanförnu. Annars vegar fyrir Ijósmyndara sem eru þrí- tugir og yngri og hins vegar fyrir alla sem vilja senda inn myndir. í ár hlaut ungur þýsk- ur ljósmyndari, Dieter Baumann frá Ludwigsburg, fyrstu verðlaun í samkeppni yngri Ijósmyndaranna og var mynd hans tekin í Evrópubik- Það hefur víst ekki farið framhjá neinum að danska stjarnan Alan Simonsen hefur nú verið seldur frá Barcelona til enska liðsins Charlton Atletic. Gildir samningur Sim- onsen við enska félagið til 30. júní 1984. Charlton greiddi Barcelona upphæð sem svarar til 6 milljóna íslenskra króna fyrir Simonsen og hefur ekki áður keypt leikmann svo dýru verði. Simonsen hefur staðið sig vel hjá nýja félaginu sínu, en kvartar yfir því að sér finn- ist enska knattspyrnan leiðin- leg og varnarleikurinn of mik- ið í hávegum hafður hjá öllum liðum. arkeppninni í skylmingum sem fram fór í Heidenheim fyrr á árinu. 63

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.