Íþróttablaðið - 01.12.1982, Síða 65
A útivelli
Rummenigge býflugnabóndi
Þýska knattspyrnustjarnan
Karl-Heinz Rumenigge hefur
dálítið sérstætt áhugamál, eða
kannski mætti fremur kalla
það aukabúgrein.
Rummenigge stundar bý-
flugnarækt og hefur náð ágæt-
um árangri í búskapnum, ekki
síður en á knattspyrnuvell-
inum. Rummenigge segist
stunda þennan búskap ein-
ungis að gamni sínu, og til þess
að dreifa huganum og slappa
af. Annars mun býflugnarækt
gefa góðan arð þar sem fólk er
aftur farið að sækjast mjög
mikið eftir náttúruhunangi.
Deilt við dómarann
Lögreglumenn urðu að
skakka leikinn þegar argen-
tínsku knattspyrnuliðin
Sarmiento og Independiente
mættust á dögunum. Að þessu
sinni voru það þó ekki leik-
menn eða áhorfendur sem
tóku á heldur lentu dómarinn
og annar línuvörðurinn í blóð-
ugum slagsmálum. Fannst
línuverðinum að dómarinn
héldi með öðru liðinu og sendi
honum nokkur vel valin orð
inn á völlinn og lét þá dómar-
inn hendur skipta samstundis.
Lítil ást
Svo er það sagan um Celt-
ic-aðdáandann og konuna
hans. „Þú elskar Celtic meira
en mig,“ sagði konan. „Já,“
svaraði maðurinn: „Ég elska
meira að segja Glasgow
Rangers meira en þig.“
Clough
samur við sig
Sagan segir að Ronnie All-
en, framkvæmdastjóri West
Bromvvich Albion hafi í haust
hringt til Brian Clough fram-
kvæmdastjóra Nottingham
Forest og spurt hann um
símanúmerið hjá Peter Shilt-
on. Clough gaf honum upp
símanúmer, en Allen var eitt-
hvað efins og spurði hvort
þetta væri örugglega númerið
hjá Silton. „Nei,“ svaraði þá
Clough, „þetta er númerið hjá
McMenemy, hann keypti
Shilton fyrir tveim dögum.“
65