Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1982, Page 68

Íþróttablaðið - 01.12.1982, Page 68
íþróttahúsið — Frh. af bls. 22 „Það er ekki hægt annað en að vera bjartsýnn á framtíðina. Í.B.K. á eins og fram hefur kom- ið. mjög góða yngri flokka, t.d. eigum við 6 leikmenn í drengja- landsliði (15—16 ára) og þrjá í unglingalandsliðinu (undir 21 árs). Eftir 3—4 ár ættum við að geta sett stefnuna á toppinn ef svo heldur sem horfir. Nú, það er mikill áhugi fyrir körfubolta í Keflavík, eins og víðar á Suður- nesjunum, og höfum við 5—700 áhorfendur á heimaleikjum okk- ar, meðan algengur áhorfenda- fjöldi í Reykjavík er 100—200 manns. Við i Í.B.K. lítum því björtum augum til framtíðarinn- ar, og ætlum okkur að vera meðal bestu körfuknattleiksliða íslands á næstu árum a.m.k.“ Belgísk knattspyrna- Frh. af bls. 29 og þá sennilega helst liðið hans Arnórs Guðjohnsens, Lokeren. Töluverðar mannabreytingar hafa orðið hjá Lokeren frá síð- asta keppnistímabili. Pólverjarn- ir Wlodzimerz Lubanski og Grezegorz Lato fóru báðir frá félaginu, sá síðarnefndi alla leið til Mexikó þar sem hann leikur með 1. deildarfélagi. En Lokeren þykir eigi að síður mjög gott lið, og dugnaði og baráttugleði leik- manna er við brugðið. Arnór Guðjhonsen er tvímælalaust orðinn einn af lykilmönnum í liðinu, — leikmaður sem forráða- menn félagsins binda vonir við og setja raunar traust sitt á. SK Beveren getur líka blandað sér í baráttuna jafnvel þótt félag- ið hafi orðið að sjá á bak einum besta leikmanni sínum, lands- liðsmarkverðinum Jean Marie Pfaff sem seldur var til Bayern Múnchen og miðvallarleik- manninum Wilfried van Moer, sem leikur nú með og þjálfar St. Truiden. Þá er líka mögulegt að Royal Antwerpen verði með í baráttunni í vetur a.m.k. ef Pétur Pétursson verður jafnoft á skot- skónum og hann var þegar hann var upp á sitt besta hjá Leyen- oord. Já, og það er heldur alls ekki hægt að afskrifa það að fé- lagið hans Lárusar Guðmunds- sonar, Waterschei blandi sér í baráttuna, þótt mönnum beri raunar saman um að það standi bæði Anderlecht og Standard Liege töluvert að baki. Pétur Sveinbjarnar— Frh. af bls. 35 verður að hverfa aftur um all- mörg ár, til sama fyrirkomulags og þá var. Ég held þó að það sé óraunhæfur möguleiki. Við get- um að vísu stórminnkað allt um- fang íþróttafélaganna, en ekki án þess að það bitni á íþróttalegum styrk þeirra, og mér er til efs að það sé það sem þjóðin vill. Viljum við ekki áfram geta verið stolt af íþróttamönnum okkar og viljum við ekki að þeim gangi vel í keppni við útlendinga? — Þá verður einnig að hafa það í huga að íþróttafélögin standa fyrir óhemju umfangsmikilli æsku- lýðsstarfsemi. Með minnkandi gengi þeirra myndi færra ungt fólk, unglingar og böm, ganga til liðs við félögin heldur fara eitt- hvað annað. Það held ég að væri óæskileg þróun. Við þurfum held ég enn að gera nýtt átak í upp- byggingu íþrótta- og æskulýðs- mála, og þar munu íþróttafélögin óhjákvæmilega leika aðalhlut- verkið“ sagði Pétur að lokum. - ; A W*- £■£, y, xAí1C£ íþróttablaðið Áskriftarsími 82300 68

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.