Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1983, Page 12

Íþróttablaðið - 01.08.1983, Page 12
A heimavelli Kristín Gísladóttir fimleikakonan snjalla úrGerplu. HARÐSNÚINN HÓP- UR FIMLEIKAFÓLKS Það fer fremur lítið fyrir frásögnum af afrekum íslensks fimleikafólks á síðum inn- lendra dagblaða, og er það miður því fimleikar eru falleg íþrótt sem verðskuldar meiri athygli og umfjöllun. Að vísu eru iðkendur íþróttarinnar ekki ýkja margir hér á Iandi, að minnsta kosti ekki sé borið saman við boltaíþróttirnar vinsælu, handknattleik og knattspyrnu, eða almennings- íþróttirnar sund og skíði, en hópurinn er áhugasamur og stendur sig vel. Nýlega fór fram í Laugardalshöllinni landskeppni við Skota, og var ánægjulegt að sjá framfarirnar frá síðustu keppni þjóðanna í millum. Einkum höfðu stúlk- urnar sótt í sig veðrið og varð nú mjótt á mununum, þótt þær skosku hafi borið sigur úr být- um. Af islenskum keppendum eru íslandsmeistararnir mest áberandi, þau Kristín Gísla- dóttir, 16 ára, en hún hefur verið í sérflokki að undan- förnu, og Jónas Tryggvason, sem nemur við háskólann í Moskvu. Það er og ánægjulegt að Berglind Pétursdóttir fyrr- um fimleikadrottning hefur hafið keppni að nýju eftir nokkurt hlé. I kringum íþróttafólkið starfar lítill en harðsnúinn hópur þjálfara, aðstoðar- manna og forystumanna í Fimleikasambandinu undir stjórn formannsins, hinnar dugmiklu Lovísu Einarsdóttur. Meðal þjálfara eru einn Kín- verji hvers nafn er ógerlegt að muna, svo og landflótta Pól- verji, Waldemar Czizmowski, sérlega geðþekkur maður og áhugasamur um vöxt og við- gang íþróttarinnar hér á landi. Allt þetta fólk starfar af elju og áhuga, og er sérstaklega ánægjulegt að sjá og finna þann góða anda og samhug sem virðist ríkja innan fim- leikahópsins. ALLTI FULLUM GANGI LJndirbúningur fyrir lands- mót UMFÍ sem haldið verður í Keflavík sumarið 1984 er nú kominn í fullan gang. Hefur landsmótsnefnd ráðið fram- kvæmdastjóra mótsins og er sá Sigurbjöm Gunnarsson, en Sigurbjöm hefur starfað mikið að íþróttamálum í Keflavík og var t.d. um tíma framkvæmda- stjóri UMFK. í mörg hom verður að líta fyrir landsmótið, þar sem búist er við að meira fjölmenni sæki það en nokkru sinni fyrr. Breytingar hjá Stjörnunni Stjaman í Garðabæ hefur endurráðið Gunnar Einarsson sem þjálfara 1. deildar liðs síns í handknattleik, en Gunnar hefur verið með liðið undan- farin 3 ár og náð geysilega at- hyglisverðum árangri með það. Gunnar ætlaði sér að hætta með liðið, en þegar á herti lögðu leikmenn mikla áherslu á að hafa hann áfram. Stjarn- an hefur nú fengið góðan liðs- styrk þar sem Bjarni Bessason, fyrrverandi ÍR-ingur mun leika með liðinu næsta vetur, en Bjami er tvímælalaust í hópi bestu handknattleiksmanna Iandsins. Tveir leikmanna Stjömuliðsins frá í fyrra, Guðmundur Óskarsson og Eggert ísdal gengu hins vegar í FH og mun ástæðan fyrir því hafa verið sú að þeir töldu að þeir hefðu ekki fengið nógu mörg tækifæri með liðinu und- ir stjóm Gunnars Einarssonar. 12

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.