Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1983, Qupperneq 12

Íþróttablaðið - 01.08.1983, Qupperneq 12
A heimavelli Kristín Gísladóttir fimleikakonan snjalla úrGerplu. HARÐSNÚINN HÓP- UR FIMLEIKAFÓLKS Það fer fremur lítið fyrir frásögnum af afrekum íslensks fimleikafólks á síðum inn- lendra dagblaða, og er það miður því fimleikar eru falleg íþrótt sem verðskuldar meiri athygli og umfjöllun. Að vísu eru iðkendur íþróttarinnar ekki ýkja margir hér á Iandi, að minnsta kosti ekki sé borið saman við boltaíþróttirnar vinsælu, handknattleik og knattspyrnu, eða almennings- íþróttirnar sund og skíði, en hópurinn er áhugasamur og stendur sig vel. Nýlega fór fram í Laugardalshöllinni landskeppni við Skota, og var ánægjulegt að sjá framfarirnar frá síðustu keppni þjóðanna í millum. Einkum höfðu stúlk- urnar sótt í sig veðrið og varð nú mjótt á mununum, þótt þær skosku hafi borið sigur úr být- um. Af islenskum keppendum eru íslandsmeistararnir mest áberandi, þau Kristín Gísla- dóttir, 16 ára, en hún hefur verið í sérflokki að undan- förnu, og Jónas Tryggvason, sem nemur við háskólann í Moskvu. Það er og ánægjulegt að Berglind Pétursdóttir fyrr- um fimleikadrottning hefur hafið keppni að nýju eftir nokkurt hlé. I kringum íþróttafólkið starfar lítill en harðsnúinn hópur þjálfara, aðstoðar- manna og forystumanna í Fimleikasambandinu undir stjórn formannsins, hinnar dugmiklu Lovísu Einarsdóttur. Meðal þjálfara eru einn Kín- verji hvers nafn er ógerlegt að muna, svo og landflótta Pól- verji, Waldemar Czizmowski, sérlega geðþekkur maður og áhugasamur um vöxt og við- gang íþróttarinnar hér á landi. Allt þetta fólk starfar af elju og áhuga, og er sérstaklega ánægjulegt að sjá og finna þann góða anda og samhug sem virðist ríkja innan fim- leikahópsins. ALLTI FULLUM GANGI LJndirbúningur fyrir lands- mót UMFÍ sem haldið verður í Keflavík sumarið 1984 er nú kominn í fullan gang. Hefur landsmótsnefnd ráðið fram- kvæmdastjóra mótsins og er sá Sigurbjöm Gunnarsson, en Sigurbjöm hefur starfað mikið að íþróttamálum í Keflavík og var t.d. um tíma framkvæmda- stjóri UMFK. í mörg hom verður að líta fyrir landsmótið, þar sem búist er við að meira fjölmenni sæki það en nokkru sinni fyrr. Breytingar hjá Stjörnunni Stjaman í Garðabæ hefur endurráðið Gunnar Einarsson sem þjálfara 1. deildar liðs síns í handknattleik, en Gunnar hefur verið með liðið undan- farin 3 ár og náð geysilega at- hyglisverðum árangri með það. Gunnar ætlaði sér að hætta með liðið, en þegar á herti lögðu leikmenn mikla áherslu á að hafa hann áfram. Stjarn- an hefur nú fengið góðan liðs- styrk þar sem Bjarni Bessason, fyrrverandi ÍR-ingur mun leika með liðinu næsta vetur, en Bjami er tvímælalaust í hópi bestu handknattleiksmanna Iandsins. Tveir leikmanna Stjömuliðsins frá í fyrra, Guðmundur Óskarsson og Eggert ísdal gengu hins vegar í FH og mun ástæðan fyrir því hafa verið sú að þeir töldu að þeir hefðu ekki fengið nógu mörg tækifæri með liðinu und- ir stjóm Gunnars Einarssonar. 12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.