Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.08.1983, Page 54

Íþróttablaðið - 01.08.1983, Page 54
ÓTRÚLEGUR ÁRANGUR Sund er ein þeirra íþrótta- greina sem teljast almennings- íþróttir. Fjöldinn allur notar sundið til að halda sér í líkam- legu formi eins og það heitir á máli íþróttafólks, og víst býður sund upp á holla og nauðsyn- lega hreyfingu sem hentar öll- um. En sund er einnig keppnis- íþróttagrein og mjög erfið sem slík, eins og sjá má á því að afreksfólk í sundi æfir að jafnaði mun meira en aðrir íþrótta- menn. Það er alltaf talað um að aðstæður þær sem íþróttafólki sé boðið upp á til æfinga og keppni skipti sköpum fyrir árangur þess og það er örugg- lega rétt í flestum tilfellum. En svo koma undantekningarnar sem sanna regluna, íþrótta- menn sem komast í fremstu röð eftir að hafa æft við verulega frumstæðar aðstæður, sem vart þykja þoðlegar. Dæmi um slíkt höfum við í ýmsum íþrótta- greinum og sem lýsandi dæmi má nefna undraverðan árangur sundmanna frá knattspyrnu- bænum Akranesi. Þaðan hafa komið margir toppmenn í íþróttinni og það er mörgum hreinasta ráðgáta, því sundfólk á Akranesi æfir í potti sem varla er hægt að telja til sundlauga, aðeins 12‘/2 m á lengd, eða lU af lengd Laugardalslaugarinnar. Helgi Hannesson: Faðir sundsins á Akranesi. Þegar Skagamenn eru inntir eftir því hvernig á því standi að í litlu lauginni á Skaganum hafi komið fram jafn góðir sund- menn og raun ber vitni, nefna þeir alltaf Helga Hannesson sem aðalástæðuna. Hann hafi sem sundkennari og lengi þjálf- ari sundfélagsins lagt grunninn að góðum árangri sundkrakk- anna og verið allt í öllu í sund- málum þeirra á Skipaskagan- um. Helgi Hannesson er utan Akraness ef til vill betur þekkt- ur sem leikmaður með knatt- spyrnuliði Skagamanna, því Þetta ernú ölldýrðln. Bjarnarlaug á Akranesi. En laugin hefur verið ,,vagga“ sumra bestu sundmanna Islands. 54

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.