Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 7

Íþróttablaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 7
ÞORGRÍMUR ÞRÁINSSON Ritstjóraspjall Þá er sumarið liðið og íþróttalíf á íslandi tekur stakkaskiptum. Knattspyrnumenn leggja senn skóna á hilluna — í bili að minnsta kosti og aðrar íþróttagreinar ráða ríkjum. Þó eru eftir nokkrir stórleikir á knattspyrnuvellinum og nægir þar að nefna viðureign Vals við eitt sterkasta félagslið heims, Juventus með hverja stórstjörnuna á fætur annarri innan sinna raða. Landsliðið hefur leikið fyrsta leikinn í Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu og lofar byrjunin góðu. Jafn- tefli við sjálfa Evrópumeistara Frakka sýnir að ekkert landslið í heiminum getur lengur verið öruggt um sigur gegn „litla“ íslandi. Aldrei verða menn á eitt sáttir um val á landsliði og verður seint hægt að þóknast öllum. Óneitanlega sakna flestir Guðmundar Torfasonar úr hópnum en hann var fyrir skemmstu valinn besti leikmaður 1. deildar af mótherjum hans. Frammistaða „íslensku" leikmannanna í viður- eigninni gegn Frökkum sýnir að við getum staðið okkur frábærlega þegar á reynir og sannar að enn fleiri leikmenn úr 1. deild á íslandi eiga heima í liðinu. Knattspyrnufélagið Fram hampaði íslandsmeistaratitlum eftir harða baráttu við Val og má með sanni segja að úrslitin hafi ráðist á síðustu mínútu íslandsmótsins. Þar með er 14 ára bið Fram eftir titlinum á enda og óskar íþróttablaðið félaginu innilega til hamingju með árangurinn. Miklar sviptingar hafa átt sér stað í körfuboltanum fyrir komandi keppnistímabil og hafa öll lið Úrvalsdeildar fengið til liðs við sig nýja þjálfara. Flest lið ætla sér stóra hluti í vetur og verður fróðlegt að fylgjast með hinni nýju kynslóð leikmanna sem er að koma upp í körfuboltanum. Sömu sögu er að segja úr handboltanum því mjög margir efnilegir spilarar eru að skjóta upp kollinum. Eðvarð Þ. Eðvarðsson vann enn eitt afrekið fyrir skemmstu er hann setti Norðurlandamet í baksundi á heimsmeistaramótinu á Spáni. Eðvarð er þar með kominn í hóp fremstu sundmanna heims og væntum við mikils af honum í framtíðinni — sem og endranær. Við sjáum fram á góðan vetur hvað íþróttir varðar því sjaldan eða aldrei hefur íþróttalíf á íslandi verið í eins miklum blóma. Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi og vænti ég þess að allir stefni á toppinn. Ritstjóri: Þorgrímur Þráinsson Auglýsingastjóri: Hafsteinn Viðar Jensson Skrifstofa ritstjórnar: Ármúla 38 Útgefandi: Frjálst framtak hf. Stjórnarformaður: Magnús Hreggviðsson Skrifstofa og afgreiðsla: Ármúla 18 Símar 82300 - 685380 Áskriftargjald kr. 595,09 (hálft ár) Hvert eintak í áskrift kr. 198,30 Hvert eintak í lausas. kr. 239,00 Setning, umbrot, filmuvinna prentun og bókband: Prentstofa G. Benediktssonar Litgreining kápu: Prentmyndastofan. Málgagn {þróttasambands íslands HÉRAÐSSAMBÖNDINNAN ÍSf: HÉRAÐSSAMBAND SNÆFELLSNES- OG HNAPPADALSSÝSLU HÉRAÐSSAMBAND STRANDAMANNA HÉRAÐSSAMBAND SUÐUR-ÞINGEYINGA HÉRAÐSSAMBAND VESTUR-ÍSFIRÐINGA HÉRAÐSSAMBAND BOLUNGARVÍKUR HÉRAÐSSAMBANDIÐ SKARPHÉÐINN IÞRÓTT ABANDALAG AKRANESS ÍÞRÓTT ABANDALAG AKUREYRAR ÍÞRÓTTABANDALAG HAFNARFJARÐAR ÍÞRÓTT ABANDALAG ÍSAFJARÐAR f ÞRÓTT ABANDALAG KEFLAVÍKUR fÞRÓTT ABANDALAG ÓLAFSFJARÐAR i'þróttabandalag reykjavíkur i'þróttabandalag siglufjarðar íþróttabandalag suðurnesja íþróttabandalag vestmannaeyja UNGMENNA- OG ÍÞRÓTT ASAMBAND AUSTURLANDS UNGMENNASAMBAND a-húnvetninga UNGMENNASAMBAND BORGARFJARÐAR UNGMENNASAMBAND DALAMANNA UNGMENNASAMBAND EYJAFJARÐAR UNGMENNASAMBAND KJALARNESSÞINGS UNGMENNASAMBANÐ SKAGAFJARÐAR UNGMENNASAMBAND V-HÚNVETNINGA UNGMENNASAMBAND V-SKAFTFELLINGA UNGMENNASAMBANDIÐ ÚLFLJÓTUR UNGMENNASAMBAND N-ÞINGEYINGA SÉRSAMBÖNDINNAN ÍSf: BADMINTONSAMBAND fSLANDS BLAKSAMBANDISLANDS BORÐTENNISSAMBAND fSLANDS FIMLEIKASAMBANDISLANDS FRJÁLSlÞRÓTT ASAMBAND ÍSLANDS GLfMUSAMBAND ÍSLANDS GOLFSAMBANDISLANDS HANDKNATTLEIKSSAMBAND ÍSLANDS ÍÞRÓTT ASAMBAND FATLAÐRA JÚDÓSAMBAND ÍSLANDS KARATESAMBAND fSLANDS KNATTSPYRNUSAMBAND ISLANDS KÖRFUKNATTLEIKSSAMBANDISLANDS LYFTINGASAMBAND ÍSLANDS SIGLINGASAMBAND ÍSLANDS SKIÐASAMBAND ÍSLANDS SKOTSAMBAND ISLANDS SUNDSAMBAND fSLANDS 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.