Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1986, Side 9

Íþróttablaðið - 01.10.1986, Side 9
VlATíiV/ OG HINAR STJÖRNURNAR í SOVENT& íþróttablaðið í heimsókn hjá Juventus einu sterkasta félagsliði heims. Texti og myndir: Þorgrímur Þráinsson. „Allir vita að ég hef ætíð séð rautt og talið Liverpool mitt gamla félag vera besta félagslið Evrópu. f fyrsta skipti á ævinni efaðist ég um það — er ég sá Juventus leika fyrir skemmstu. Leikmenn liðsins eru snillingar og knattspyrnan sem þeir leika er engu lík. íslendingum gefst kostur á að sjá liðið leika hér gegn Val innan tíðar og er það ein- stætt tækifæri til að horfa á eitt besta félagslið heims“. Þetta eru orð Ian Ross þjálfara Vals í knatt- spyrnu um ítalska liðið Juventus — mótherja Vals í Evrópukeppni meistaraliða. Já, snillingarnir í Juventus eru á leið til íslands með nokkra af bestu knatt- spyrnumönnum heims innanborðs. í liðinu er valinn maður í hverju rúmi og meira en það. Michel Platini hefur síð- astliðin þrjú ár verið kjörinn knatt- spyrnumaður Evrópu, Michael Lau- drup er án efa einn efnilegasti knatt- spyrnumaður heims og síðast en ekki síst eru í liðinu nokkrir heimsmeistarar ítala frá 1982. Má þar nefna Scirea, Bonini, Caprini og Brio. 9 MEISTARATITLAR AF 15 Síðustu 15 árin á Ítalíu hefur Juventus liðið verið afgerandi í deildar- keppninni og staðið upp sem Ítalíu- meistari í 9 skipti. Fimm sinnum hefur liðið orðið í 2. sæti og einu sinni í 3. sæti. Árangur sem ekkert annað lið hefur leikið eftir. Margir af bestu knatt- spyrnumönnum heims hafa leikið með Juventus síðustu árin. Má þar nefna einn besta markvörð heims fyrr og síð- ar Dino Zoff, járnkarlinn Gentile, Tar- delli, Boniek, Bettega, Liam Brady og síðast en ekki síst Paolo Rossi — besta leikmann heimsmeistarakeppninnar á Spáni 1982. Juventus liðið hefur ætíð verið stjörnum prýtt og er engra breytinga þar að vænta nema hvað enn ein stjarnan bætist í hópinn og leikur með liðinu á næsta keppnistímabili. Það er snillingurinn Ian Rush frá Liverpool. Einnig hafa heyrst raddir um að félagið hafi áhuga á Jan Mölby sem leikur einnig með Liverpool. Einungis tveir útlendingar mega leika með ítölskum liðum en líklega verða þrír leyfðir á næsta keppnistímabili. íþróttablaðið brá sér til Ítalíu í byrj- un mánaðarins með það fyrir augum að fylgjast með Juventus liðinu á tveimur æfingum og í leik í bikar- keppninni. Eftir stutta dvöl hjá Juven- tus gerði ég mér grein fyrir að hjá fé- laginu er ekki bara spurning um að elt- ast við leðurtuðru daginn út og inn því félagið er rekið sem íyrirtæki. Juventus er í eigu Fiat verksmiðjunnar í Torino og er skipulag hjá félaginu í 100% lagi — allt gengur eins og smurð vél. Juventus og hinn risinn í l.deildinni Torino nota sama heimavöll sem kom- inn er til ára sinna en rúmar 66.000 9

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.