Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1986, Qupperneq 9

Íþróttablaðið - 01.10.1986, Qupperneq 9
VlATíiV/ OG HINAR STJÖRNURNAR í SOVENT& íþróttablaðið í heimsókn hjá Juventus einu sterkasta félagsliði heims. Texti og myndir: Þorgrímur Þráinsson. „Allir vita að ég hef ætíð séð rautt og talið Liverpool mitt gamla félag vera besta félagslið Evrópu. f fyrsta skipti á ævinni efaðist ég um það — er ég sá Juventus leika fyrir skemmstu. Leikmenn liðsins eru snillingar og knattspyrnan sem þeir leika er engu lík. íslendingum gefst kostur á að sjá liðið leika hér gegn Val innan tíðar og er það ein- stætt tækifæri til að horfa á eitt besta félagslið heims“. Þetta eru orð Ian Ross þjálfara Vals í knatt- spyrnu um ítalska liðið Juventus — mótherja Vals í Evrópukeppni meistaraliða. Já, snillingarnir í Juventus eru á leið til íslands með nokkra af bestu knatt- spyrnumönnum heims innanborðs. í liðinu er valinn maður í hverju rúmi og meira en það. Michel Platini hefur síð- astliðin þrjú ár verið kjörinn knatt- spyrnumaður Evrópu, Michael Lau- drup er án efa einn efnilegasti knatt- spyrnumaður heims og síðast en ekki síst eru í liðinu nokkrir heimsmeistarar ítala frá 1982. Má þar nefna Scirea, Bonini, Caprini og Brio. 9 MEISTARATITLAR AF 15 Síðustu 15 árin á Ítalíu hefur Juventus liðið verið afgerandi í deildar- keppninni og staðið upp sem Ítalíu- meistari í 9 skipti. Fimm sinnum hefur liðið orðið í 2. sæti og einu sinni í 3. sæti. Árangur sem ekkert annað lið hefur leikið eftir. Margir af bestu knatt- spyrnumönnum heims hafa leikið með Juventus síðustu árin. Má þar nefna einn besta markvörð heims fyrr og síð- ar Dino Zoff, járnkarlinn Gentile, Tar- delli, Boniek, Bettega, Liam Brady og síðast en ekki síst Paolo Rossi — besta leikmann heimsmeistarakeppninnar á Spáni 1982. Juventus liðið hefur ætíð verið stjörnum prýtt og er engra breytinga þar að vænta nema hvað enn ein stjarnan bætist í hópinn og leikur með liðinu á næsta keppnistímabili. Það er snillingurinn Ian Rush frá Liverpool. Einnig hafa heyrst raddir um að félagið hafi áhuga á Jan Mölby sem leikur einnig með Liverpool. Einungis tveir útlendingar mega leika með ítölskum liðum en líklega verða þrír leyfðir á næsta keppnistímabili. íþróttablaðið brá sér til Ítalíu í byrj- un mánaðarins með það fyrir augum að fylgjast með Juventus liðinu á tveimur æfingum og í leik í bikar- keppninni. Eftir stutta dvöl hjá Juven- tus gerði ég mér grein fyrir að hjá fé- laginu er ekki bara spurning um að elt- ast við leðurtuðru daginn út og inn því félagið er rekið sem íyrirtæki. Juventus er í eigu Fiat verksmiðjunnar í Torino og er skipulag hjá félaginu í 100% lagi — allt gengur eins og smurð vél. Juventus og hinn risinn í l.deildinni Torino nota sama heimavöll sem kom- inn er til ára sinna en rúmar 66.000 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.