Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1986, Side 11

Íþróttablaðið - 01.10.1986, Side 11
Juventus æfingum hjá Juventus því leikmenn gerðu í því að koma Platini á kaldan klaka þegar þeir hituðu upp í reitar- bolta. Þrír leikmenn voru þá í miðj- unni, 15 fyrir utan sem máttu einungis nota eina snertingu. Flestar sendingar sem Platini fékk voru ýmist með snún- ingum eða mjög krefjandi. Ef hann náði ekki að koma boltanum frá sér sem hann oftast gerði var mikið blístr- að og öskrað. Allt var þó í gamni gert og Platini virtist sjálfur hafa gaman af því að vera skotspónn. Það sem kom mér einna mest á óvart hversu langur tími fór í upphit- unar- og líkamsæfingar miðað við það sem við eigum að venjast á íslandi. Og samt var yfir 20 stiga hiti úti. Fjðl- breytnin í líkamsæfingunum var gífur- leg og mátti margt af þeim læra. Bolta- tækni manna kom mér í sjálfu sér ekki á óvart þegar ég sá hversu mikið er lagt upp úr reitarbolta. Sex gegn þrem- ur á litlu svæði var mjög algeng æfing — ýmist með einni, tveimur eða frjáls- um snertingum. Þannig var spilað í allt að 40 mínútur. Sá sem var áberandi bestur í reitarboltanum var danski snillingurinn Michael Laudrup. Hann 'S fer mikill tími í þær þrátt fyrir hitann. Michael Cabrini — landsliðsmaðurinn sterki sem Platini telur sterkasta varnar- mann heims. sýndi ótrúlega leikni með boltann og lék félaga sína oft grátt. Ef einhver setti í gegnum klofið á öðrum var allt vitlaust og mikið hlegið. Léttleikinn var fyrirrúmi og tók ítalski þjálfarinn Marchesi þátt í öllum æfingunum. Áður en að skotæfingunni kom hélt ég að ég hefði séð allt — en þvílíkur misskilningur. Hending var ef leik- menn hittu ekki rammann og flest skotin rötuðu alla leið í netið þrátt fyr- ir hæfni markvarðarins Tacconi. Það var ekki verið að þruma af lífs og sálar kröftum heldur var skottæknin mjög íjölbreytt. KNATTSPYRNU- MAÐUR EVRÓPU 3 ÁR ÍRÖÐ Um hæfileika Michel Platini sem knattspyrnumanns þarf ekki að fjöl- yrða því hvert einasta barn sem hefur áhuga á knattspyrnu veit hvað hann getur. Michel Platini er fæddur 21. júní 1955 í Joeuf í Frakklandi og lék í sínu heimalandi til ársins 1982 er hann var keyptur til Juventus. Enginn annar leikmaður í heiminum hefur verið eins mikið í sviðsljósinu undanfarin ár nema ef vera skyldi Maradona en stjarna hans skín skært um þessar mundir. Platini hefur verið kjörinn knatt- spyrnumaður Evrópu þrjú síðustu ár en engum öðrum knattspyrnumanni hefur tekist það. Platini er markahæsti leikmaður Frakklands frá upphafi, var fyrirliði landsliðsins er það varð Evrópumeistari 1984 og jafnframt markakóngur keppninnar. Ófáa ann- arra titla hefur hann unnið til með lið- um sínum í Frakklandi og með Juven- tus á Ítalíu. Við skulum líta á knatt- spyrnuferil Platini áður en lengra er haldið: 1972- 73 Nancy l.deild 5 leikir 2 mörk 1973- 74 Nancy l.deild 8 leikir 2 mörk 1974- 75 Nancy 2.deild 32 leikir 17 mörk 1975- 76 Nancy l.deild 38 leikir 22 mörk 1976- 77 Nancy l.deild 38 leikir 25 mörk 1977- 78 Nancy l.deild 36 leikir 18 mörk 1978- 79 Nancy l.deild 18 leikir 12 mörk 1979- 80 Saint-Etienne l.deild 36 leikir 16 mörk 1980- 81 Saint-Etienne l.deild 35 leikir 20 mörk 1981- 82 Saint-Etienne l.deild 36 leikir 22 mörk 1982- 83 Juventus l.deild 30 leikir 16 mörk 1983- 84 Juventus l.deild 28 leikir 20 mörk 1984- 85 Juventus l.deild 30 leikir 18 mörk 1985- 86 Juventus l.deild ? ? PLATINIEREINS OG FRANSKT RAUÐVÍN Þrátt fyrir að hafa ekki leikið af neinni snilld í Mexíkó hefur Platini engu gleymt. „Hann er eins og franskt rauðvín,“ sagði Ian Ross þjálfari Vals. „Verður betri með aldrinum." Undirrit- aður sá leik með Juventus í bikar- keppninni gegn liði úr 3.deild en þrátt fyrir litla mótspyrnu lék Platini eins og engill sem og hinir leikmenn Juventus. Jú, maður hefur séð Platini leika í sjón- varpinu og gera það af mestu snilld. En „seeing is believing" — þvílíkur leik- maður og sendingar. Á stundum skildi 11

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.