Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1986, Qupperneq 16

Íþróttablaðið - 01.10.1986, Qupperneq 16
Við þurfum að læra allt um veður og vinda niðri við jörðina og það eru fræði sem fáir aðrir en drekaflugmenn hafa áhuga á. Við verðum alltaf að hafa veðruspána á hreinu og meira en það, við þufum að læra hvar Iitlar hitalægð- ir myndast til að geta nýtt okkur upp- streymið og flogið yfirlandsfug. Þar spila flughæfnin og veðurfræðikunn- áttan saman. Við hefjum okkur til flugs, reynum að ná góðri hæð og fljúga sem hraðast að næstu hitabólu og síðan koll af kolli þangað til við komumst ekki lengra og reynum þá að lenda þar sem auðvelt er að sækja okkur. Veðurfræðin er nauðsynleg og ekki hægt að fljúga nema þekkja inn á vind- ana. Þess vegna viðhöldum við þekk- ingunni og sækjum stöðugt námskeið í veðurfræði. Við erum í góðu sambandi við veðurstofuna og veðurfræðingur þaðan hefur Ieiðbeint á námskeiðun- um hjá okkur." FYRST BEINTOGLÁGT Er drekaflug eins hættulegt og það lítur út fyrir að vera? „Það er verulega erfitt að svara þessri spurningu. Það verða ekki mörg slys í þessari íþrótt en hættan er alltaf fyrir hendi. í þessu sporti er meira lagt undir en í öðrum íþróttagreinum og mistökin geta verið dýr. í drekafluginu leyfist ekki kæruleysi og vissulega er hægt að stunda flugið með 100% ör- yggi en þá verða menn líka að hafa þroska til þess og taka leiðsögn þeirra sem lengra eru komnir.“ Þið eruð allir með kennararéttindi í drekaflugi, hvernig fer kennslan fram? „Við höldum námskeið einu sinni á hverju vori þar sem mönnum eru kennd undirstöðuatriði íþróttarinar og síðan taka menn próf. Náminu er skipt í fimm stig. Fyrst er mönnum kennt að skynja drekann og fljúga bein flug við auðveldar aðstæður og í lítilli hæð.“ Af hverju í litilli hæð, ekki er auð- veldara að fljúga í lítilli hæð? „Nei, það er ekki auðveldara að fljúga í lítilli hæð heldur sálfræðilegt atriði. Menn verða að venjast hæðinni eins og öðru í þessari íþrótt og það er alltaf hætta á að byrjendur fyllist skelf- ingu og verði lofthræddir þegar þeir átta sig á hæðinni." Eru það einhveijar sérstakar mann- gerðir sem leggja stund á drekaflug? „Núna ertu að fiska eftir því hvort við séum töffarar og það erum við ekki. Það má segja að drekaflugið sé fyrir allar manngerðir nema eina og það eru svölu karlarnir. Drekaflugið á ekki að vera keppni um kjark og þor, menn eiga að láta aðstæðumar ráða þvi hvort flogið er, ekki hvort sæta stelpan er að horfa á þá eða ekki. Þetta er heldur ekki íþrótt til að monta sig yfir í partýum enda eru menn yfirleitt það þreyttir eftir flugið að lítil orka er eftir fyrir gortið.“ AÐ KYNNAST SJÁLFUM SÉR Er þetta mjög erfíð íþrótt? „Það fer eftir ýmsu. Oft getur það verið mjög erfitt að komast inn í upp- streymi. Það getur hafnað drekanum og þá verður flugmaðurinn að taka á öllu sínu til þess að stýra drekanum inn í loftbóluna. Þessi barátta getur tekið á og kallað fram mikinn svita. Hvernig er mórallinn meðal svif- drekamanna hér á landi? Er erfitt fyrir nýliða að komast inn í hópinn? „Það er mjög góður andi innan hópsins og við höldum mjög saman. Sá dagur líður ekki yfir sumartímann að drekamenn tali saman og spái í flug- skilyrði. Reyndir menn leiðbeina reynslulitlum og þegar flogin eru yfir- landsflug er alltaf einhver til sem sækir flugmanninn eða mennina. Félagslífið hjá okkur er gott. Við höldum fimm mót á hverju sumri auk árshátíðar og annarra hefðbundinna félagsstarfa. Við eigum gott klúbbhús við rætur Úlfarsfellsins og þangað koma margir. Borgin gaf okkur þetta hús sem staðið hafði lengi í niður- níðslu og var húsið reyndar úrskurðað ónýtt. En við fengum það og gerðum það upp. Núna er þetta hið ágætasta hús og erlendir gestir okkar dauðöf- unda okkur af því. Erlendis þekkjast ekki sambærileg hús, þar verða menn- irnir að hittast á pöbbum. Klúbbhúsið á sinn þátt því að hóp- urinn sem stundar svifdrakaflugið er mjög samrýmdur. Við erum eiginlega ein stór fjölskylda og hefur það vissa ókosti í för með sér sér fyrir nýliða sem kynnast vilja íþróttinni. Við gætum virst lokaður hópur en það erum við alls ekki. Allir sem áhuga hafa á dreka- flugi eru velkomnir til okkar og við fögnum hverjum nýjum manni.“ 16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.