Íþróttablaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 19
Tuttugustu og fjórðu Ólympíuleikarnir verða haldnir í Seoul, S-Kóreu frá 17. sept. til 2. okt. 1988. Meðfylgjandi mynd
sýnir helstu mannvirki á íþróttasvæði leikanna.
Merki og tákn sumarleikanna í Seoul.
Nú þegar er hafinn mikill undirbún-
ingur að þátttöku íslands í næstu
Ólympíuleikum 1988. Merk tímamót
verða það ár í íslenskri Ólympíusögu:
80 ár frá því íslendingar tóku fyrst þátt
í Ólympíuleikum (London 1908), 40 ár
frá því að konur tóku fyrst þátt í leik-
unum (London 1948) og á þessu ári
eru 50 ár liðin frá því að gengið var inn
á Ólympíuleikvang undir eigin þjóð-
fána (Berlín 1936).
Framkvæmdanefnd Ó.í. hefur hafið
Qáröflunarherferð í formi happdrættis
með svipuðu sniði og gert var fyrir
leikana í Los Angeles 1984. Vænst er
góðra undirtekta hjá fólki til þess að
unnt verði að senda íþróttafólk sem nú
þegar hefur náð Ólympíu-lágmarki til
þátttöku og í fyrsta skipti hafa hand-
knattleiksmenn okkar unnið sér rétt til
Merki vetrarólympíuleikanna.
þátttöku á Ólympíuleikum með frá-
bærri frammistöðu á heimsmeistara-
mótinu í Sviss svo sem alkunnugt er.
Frammistaða íslands í Los Angeles
vakti verðskuldaða athygli. Þar vann
Bjarni Friðriksson til bronsverðlauna í
júdó, Einar Vilhjálmsson var í 6. sæti í
spjótkasti og handknattleikslið karla
náði 6. sæti. Frábær frammistaða, ekki
satt.
Þetta er mikil hvatning fyrir áfram-
haldandi þátttöku, sem undirbúin er
markvisst hér heima af þeim sem
stefna á leikana og þurfa aukinn styrk
til stöðugra æfinga.
Ólympíunefnd íslands hvetur lands-
menn til að sína samtakamátt sinn með
því að kaupa miða í happdrætti Ó.í. og
stuðla þannig að vel þjálfuðu Ólympíu-
liði á leikunum 1988.
I
Einkunnarorð leikanna eru: Samhug-
ur, friður, framfarir.
Allanfjall, þar sem Alpagreinar í skíða-
íþróttum fara fram á vetrarólympíu-
leikunum í Calgary í Kanada frá 13.
febr. - 28. febr. 1988.
19