Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1986, Page 21

Íþróttablaðið - 01.10.1986, Page 21
ERUM ^ Sr „FAM&áA TEXTI: Þorgrímur Þráðinsson. MYNDIR: Loftur Ásgeirsson o.fi. Eins og flestum er kunnugt bar kvennalið Vals í knatt- spyrnu höfuð og herðar yfir önnur lið í 1. deildinni í sumar. Stúlkurnar urðu íslands- og bikar- meistarar — og auk þess Reykjavík- urmeistarar síðastliðið vor. Undan- farin ár hafa þrjú lið verið áberandi best í kvennaknattspyrnunni á ís- landi, Valur, Breiðablik og ÍA. Sum- arið var eign Valsstúlknanna — þær hlutu fullt hús stiga og var markatalan sérlega hagstæð, 54-4. Sú sem hvað duglegust var að senda boltann í mark andstæðing- anna heitir Kristín Arnþórsdóttir, létt stelpa og skemmtileg! Hún skoraði 21 mark í deildinni og hlaut þann eftirsótta markakóngstitil. Stína var og dugleg að skora í öðrum mótum og setti hún 7 mörk í bikarkeppninni og 10 í Reykjavík- urmótinu. Til gamans má geta þess að Valsstúlkurnar settu vallarmet á gervigrasinu í vor er liðið sigraði Ármann með 23 mörkum gegn engu — Stína skoraði þá 8 mörk takk fyrir. Að íslandsmótinu loknu héldu stúlkurnar sína uppskeruhátíð við mikinn fögnuð og var Kristín þar kjör- in besti leikmaður 1. deildar 1986. — Kristín Arnþórsdóttir landsliðsstúlka úr Val og markakóngur í 1. deild. Sannarlega mikill heiður það. „Jú, Iíklega er þetta hámarkið á mínum ferli,“ sagði Stína hógvær að vanda. í landsleikjunum tveimur við Sviss síðla sumars tókst ísiensku stúikunum að skora tvö mörk — var þar að verki Stína í Val. Sem kunnugt er sigruðu stúlkurnar okkar í öðrum leiknum með einu marki gegn engu. Kristín hefur leikið 10 landsleiki í knattspyrnu fyrir Islands hönd en mörkin tvö í sumar voru hennar fyrstu landsliðsmörk. En það er töframáttur í fleiri útlimum Kristínar en fótunum - hún er og landsliðsmaður í handknattleik. Var í götufótbolta með guttunum „Nei, ég veit ekki af hverju bolti varð fyrir valinu þegar ég var ung en líklega var það sökum þess að ég var alltaf í götufótbolta með nokkrum strákpoll- um. Annars byrjaði ég mun fyrr í hand- bolta. Tíu ára fór ég í ÍR og lék með þeim til ársins 1984 er ég skipti yfir í Val. Á mína fyrstu fótboltaæfingu fór ég 14 ára og mætti ég þá hjá yngri flokki Vals. Þar staldraði ég stutt við og var síðan dregin í meistaraflokk. Annars er það allt vinkonu minni henni Gunnu Reynis að „kenna“ að ég mætti á æfingu hjá Val. Gunna er víst þekkt- ari undir nafninu Gunna „kvak kvak“ því hún var alltaf með innheimtuaug- 21

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.