Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 21

Íþróttablaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 21
ERUM ^ Sr „FAM&áA TEXTI: Þorgrímur Þráðinsson. MYNDIR: Loftur Ásgeirsson o.fi. Eins og flestum er kunnugt bar kvennalið Vals í knatt- spyrnu höfuð og herðar yfir önnur lið í 1. deildinni í sumar. Stúlkurnar urðu íslands- og bikar- meistarar — og auk þess Reykjavík- urmeistarar síðastliðið vor. Undan- farin ár hafa þrjú lið verið áberandi best í kvennaknattspyrnunni á ís- landi, Valur, Breiðablik og ÍA. Sum- arið var eign Valsstúlknanna — þær hlutu fullt hús stiga og var markatalan sérlega hagstæð, 54-4. Sú sem hvað duglegust var að senda boltann í mark andstæðing- anna heitir Kristín Arnþórsdóttir, létt stelpa og skemmtileg! Hún skoraði 21 mark í deildinni og hlaut þann eftirsótta markakóngstitil. Stína var og dugleg að skora í öðrum mótum og setti hún 7 mörk í bikarkeppninni og 10 í Reykjavík- urmótinu. Til gamans má geta þess að Valsstúlkurnar settu vallarmet á gervigrasinu í vor er liðið sigraði Ármann með 23 mörkum gegn engu — Stína skoraði þá 8 mörk takk fyrir. Að íslandsmótinu loknu héldu stúlkurnar sína uppskeruhátíð við mikinn fögnuð og var Kristín þar kjör- in besti leikmaður 1. deildar 1986. — Kristín Arnþórsdóttir landsliðsstúlka úr Val og markakóngur í 1. deild. Sannarlega mikill heiður það. „Jú, Iíklega er þetta hámarkið á mínum ferli,“ sagði Stína hógvær að vanda. í landsleikjunum tveimur við Sviss síðla sumars tókst ísiensku stúikunum að skora tvö mörk — var þar að verki Stína í Val. Sem kunnugt er sigruðu stúlkurnar okkar í öðrum leiknum með einu marki gegn engu. Kristín hefur leikið 10 landsleiki í knattspyrnu fyrir Islands hönd en mörkin tvö í sumar voru hennar fyrstu landsliðsmörk. En það er töframáttur í fleiri útlimum Kristínar en fótunum - hún er og landsliðsmaður í handknattleik. Var í götufótbolta með guttunum „Nei, ég veit ekki af hverju bolti varð fyrir valinu þegar ég var ung en líklega var það sökum þess að ég var alltaf í götufótbolta með nokkrum strákpoll- um. Annars byrjaði ég mun fyrr í hand- bolta. Tíu ára fór ég í ÍR og lék með þeim til ársins 1984 er ég skipti yfir í Val. Á mína fyrstu fótboltaæfingu fór ég 14 ára og mætti ég þá hjá yngri flokki Vals. Þar staldraði ég stutt við og var síðan dregin í meistaraflokk. Annars er það allt vinkonu minni henni Gunnu Reynis að „kenna“ að ég mætti á æfingu hjá Val. Gunna er víst þekkt- ari undir nafninu Gunna „kvak kvak“ því hún var alltaf með innheimtuaug- 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.