Íþróttablaðið - 01.10.1986, Page 25
RAMOTTÐI SUNDI
Þá er nýlokið mesta sundmóti
áratugarins. Ástæðan er sú að þar
sem ekki mættu öll lönd til keppni
hvorki á Ó1 ’80 né ’84 þá er orðið
langt síðan allir bestu sundmenn og
-konur hafa att kappi saman. Að
þessu sinni tóku sundmenn frá 61
þjóð þátt í mótinu eða um 500
sundmenn.
Mótið var í alla staði mjög vel
skipulagt og stóðst öll tímasetning
mjög vel. Aðbúnaður keppenda var
góður þó maður saknaði þess að
hafa ekki alla keppendur saman í
einum búðum eins og á Ólympíu-
leikum. Keppendum var sem sagt
komið fyrir á hótelum víðs vegar
um borgina og var í flestum tilvik-
um lagður til langferðabíll fyrir
hvert lið. Auðvelt var því að komast
til og frá laug. Allar aðstæður til
keppni voru hreint frábærar. Aðal-
keppnislaugin var nýbyggð og önn-
ur upphitunarlaug var staðsett inni
við endann á útilauginni. Gert var
ráð íyrir flest öllu sem upp gat kom-
ið. Þannig var t.d. aðstaða fyrir
sjúkraþjálfara hvers lands, úthlutað
nuddherbergi og fleira þess háttar.
Áhorfendapallar við keppnislaugina
tóku 7.734 í sæti og var þar oft fullt
sérstaklega þó í úrslitasundunum.
Nú ekki spillti veðrið fyrir þar sem
mjög gott veður var alla keppnis-
dagana þannig að ekki kólnaði
sundmönnum af því að standa á
bakkanum.
Þátttaka íslendinganna á
mótinu.
íslendingar tóku nú þátt í heims-
meistaramótinu í sundi í annað sinn.
Áður hafði Þórunn Alfreðsdóttir tekið
þátt í móti þessu 1978 í Berlín. Nú í ár
voru sendir 3 sundmenn, þau Ragn-
heiður Runólfsdóttir, Magnús Ólafsson
og Eðvarð Þór Eðvarðsson. Allt hefur
þetta sundfólk tekið miklum framför-
um á síðustu árum, æft mjög mikið og
sýnt að það á fullt erindi á mót sem
þetta.
Magnús Ólafsson frá Þorlákshöfn
hafði undirbúið sig mjög vef fýrir þetta
sundmót og m.a. æft með og búið hjá
Eðvarði Þór í mest allt sumar, enda lét
árangurinn ekki standa á sér. Hann
setti frábært met í sinni fyrstu keppnis-
25