Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1986, Qupperneq 25

Íþróttablaðið - 01.10.1986, Qupperneq 25
RAMOTTÐI SUNDI Þá er nýlokið mesta sundmóti áratugarins. Ástæðan er sú að þar sem ekki mættu öll lönd til keppni hvorki á Ó1 ’80 né ’84 þá er orðið langt síðan allir bestu sundmenn og -konur hafa att kappi saman. Að þessu sinni tóku sundmenn frá 61 þjóð þátt í mótinu eða um 500 sundmenn. Mótið var í alla staði mjög vel skipulagt og stóðst öll tímasetning mjög vel. Aðbúnaður keppenda var góður þó maður saknaði þess að hafa ekki alla keppendur saman í einum búðum eins og á Ólympíu- leikum. Keppendum var sem sagt komið fyrir á hótelum víðs vegar um borgina og var í flestum tilvik- um lagður til langferðabíll fyrir hvert lið. Auðvelt var því að komast til og frá laug. Allar aðstæður til keppni voru hreint frábærar. Aðal- keppnislaugin var nýbyggð og önn- ur upphitunarlaug var staðsett inni við endann á útilauginni. Gert var ráð íyrir flest öllu sem upp gat kom- ið. Þannig var t.d. aðstaða fyrir sjúkraþjálfara hvers lands, úthlutað nuddherbergi og fleira þess háttar. Áhorfendapallar við keppnislaugina tóku 7.734 í sæti og var þar oft fullt sérstaklega þó í úrslitasundunum. Nú ekki spillti veðrið fyrir þar sem mjög gott veður var alla keppnis- dagana þannig að ekki kólnaði sundmönnum af því að standa á bakkanum. Þátttaka íslendinganna á mótinu. íslendingar tóku nú þátt í heims- meistaramótinu í sundi í annað sinn. Áður hafði Þórunn Alfreðsdóttir tekið þátt í móti þessu 1978 í Berlín. Nú í ár voru sendir 3 sundmenn, þau Ragn- heiður Runólfsdóttir, Magnús Ólafsson og Eðvarð Þór Eðvarðsson. Allt hefur þetta sundfólk tekið miklum framför- um á síðustu árum, æft mjög mikið og sýnt að það á fullt erindi á mót sem þetta. Magnús Ólafsson frá Þorlákshöfn hafði undirbúið sig mjög vef fýrir þetta sundmót og m.a. æft með og búið hjá Eðvarði Þór í mest allt sumar, enda lét árangurinn ekki standa á sér. Hann setti frábært met í sinni fyrstu keppnis- 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.