Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1986, Page 30

Íþróttablaðið - 01.10.1986, Page 30
Úlfar Jónsson uð fyrir neina peyja á öftustu teigum. En ég varð hrifinn af vellinum. Árið eftir tók ég þátt í íslandsmótinu sem þá var haldið í Grafarholti. Fannst ég ekki vera tilbúinn í slaginn enda aðeins 13 ára”. Númer tvö og ferð til Portúgals — Þú komst heldur betur við sögu árið eftir í Grafarholtinu? „Já, ég setti mér takmark fyrir mótið að komast í efstu tíu sætin. Það gekk mun betur og ég varð annar, á eftir Gylfa Kritinssyni, GS sem þá vann í fyrsta sinn. Við fórum svo saman á World Cup í Portúgal um haustið. Það varð nokkuð sögulegt því ég hafði aldrei leikið golf í meira en tuttugu gráðu hita. þegar mest var komst hitinn yfir 40 stig. Maður spilaði með hatt og blautt handklæði en allt kom fyrir ekki. Svo slappur varð ég að mér rétt tókst að ljúka keppni og fékk svo sólsting. Tókst þó að vinna aukaverðlaun á síðustu holunni fyrir að vera næstur í tveimur höggum og fékk gullúr í verðlaun. Ég gat þó ekki tekið við því í hófinu því ég lá rúmfastur þar til við fórum heim. Gylfi tók við því og kom með það til mín í rúmið.“ Unglingameistari í fyrsta sinn — Tókst þér að fylgja þessum árangri eftir? „Mér fór nokkuð ört fram. Ári seinna varð ég unglingameistari eftir harða keppni við Sigurð Sigurðsson, GS. Ég náði viðunandi árangri á karla- landsmótinu ’84 og ’85 og var í bæði skiptin meðal tíu efstu. Sjálfur var ég þó óánægður með spilamennskuna sumar- ið ’85. Ég hugsaði mér því í vetur að reyna með einhverjum ráðum að fá möguleika á að leika golf og ekkert ann- að í sumar. Það sýndi sig hjá Sigurði Péturssyni sem varð íslandsmeistari í fyrrasumar að þegar hann gat einbeitt sér að golfmu eingöngu, æft og leikið án þess að hafa áhyggjur af vinnu en hann var styrktur til þess af fyrirtækinu sem hann vann hjá, þá kom árangurinn berlega í Ijós. Siggi lék mjög vel og var í sérflokki meðal íslenskra golfara í fyrra- sumar. Hann reyndi við atvinnu- mennskuna en það gekk ekki upp. Sam- keppnin þar er geyilega hörð. Var búinn að hugsa mér að vinna í Leirunni Úlfar fékk tækifærið síðastliðið vor, — að æfa og leika golf einungis, og strax að loknum skóla hóf hann æfingar af krafti. Árangurinn lét ekki á sér standa og hann vann mörg mót en það sem skipti stærsta máli var auðvitað ís- landsmeistaratitillinn. Ég spurði Úlfar hvort hann hafi gert sér góðar vonir um sigur í íslandsmótinu. „í vetur sá ég sumarið í einum Ijóma. Æfa daglega og sá mig svo fyrir mér í toppbaráttunni í Leirunni um titilinn stóra. Ég verð eiginlega að viðurkenna að ég var búinn að hugsa mér að vinna mótið í Leirunni. Þetta er minn uppá- halds völlur og sá besti á landinu að mínu mati. Ástæða fyrir hverjum hlut og bara allt eins og best verður á kosið. Hreint frábær völlur.“ Hroðaleg byrjun „Byijunin var þó ekki gæfuleg hjá mér í íslandsmótinu. Var kominn 7 yfir par vallarins eftir níu holur. Það hug- hreysti mig þó aðeins að flestir voru í basli eftir fyrri níu og ég var ákveðinn að gera betur. Skipti um kúlu, sem oft er sálrænt og skipulagði leik minn upp á nýtt. Seinni níu lék ég svo á einu undir pari og endaði á 78 sem dugði í 2.-3. sæti eftir fyrsta daginn. Ragnar Ólafsson var fyrstur á 74, Magnús Jónsson ásamt mér í 2,—3. sæti. Veður var ekki mjög gott, talsverður vindur en einmitt við slíkar aðstæður er Ragnar oft bestur. Ég skal ekki segja hvemig þetta hefði .endað hefði veðrið verið áfram svona. Ragnar hélt forystu eftir 36 holur en ég náði henni þegar einn hringur var eftir og hafði eins höggs forystu á Ragnar. 30

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.