Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1986, Page 32

Íþróttablaðið - 01.10.1986, Page 32
Úlfar Jónsson „Það kostar auðvitað sitt að gera ekkert annað en að bara æfa og keppa í mótum. Þetta hefði náttúrlega ekki ver- ið hægt ef foreldrar mínir styddu mig ekki í þessu en þau eru bæði mjög áhugasöm og hvetja mig áfram. Ég fékk ákveðinn styrk frá velunnurum fyrir sumarið og svo hefur klúbburinn einnig haldið tvö styrktarmót fyrir mig sem kom sér mjög vel. Austurbakki hf. hefur styrkt mig með boltum og áhöldum en ekkert eitt fyrirtæki eða stofnun „sér um mig“ ef svo má segja, eins og tíðkast víða erlendis og gerðist í raun hjá Sig- urði Péturs í fyrra þegar Olís styrkti hann til keppni. Til gamans má geta þess að Úlfar þakkaði heldur betur fyrir sig í seinna styrktarmótinu því þá setti hann nýtt vallarmet á Hvaleyrinni, lék á 65 högg- um, fjórum undir pari vallarins. — Hvað með næsta sumar? Verð- urðu áfram „atvinnumaður"? „Ég vona svo sannarlega að svo verði og ég er reyndar vongóður um að það takist. Ég get ekki hætt núna, gamanið er rétt að byrja. Alvaran kemur seinna." Landsliðið í framför Þótt Úlfar sé ungur að árum er hann kominn með á annan tug landsleikja, bæði með karlaliðinu og unglingalands- liðinu. Ég spurði hann um stöðu golfs- ins á íslandi í dag? „Landsliðið okkar er í framför. Svo virðist reyndar einnig vera með önnur nágrannalönd okkar. En í golfinu eins og feiri íþróttagreinum hér á landi eig- um við undir högg að sækja gagnvart öðrum þjóðum. Þar kemur fyrst og fremst aðstöðumunurinn í ljós. Það er til dæmis erfitt að stunda golf á íslandi, aðeins hægt að leika u.þ.b. hálft ár á meðan flestar aðrar þjóðir geta verið minnst 9—10 mánuði og svo í betra veðri. Ennþá vantar meiri breidd „á toppinn“ héma. Ef við lítum til dæmis á skipan landsliðsins sl. 5—6 ár þá er viss 3—4 manna kjami sem hefur verið í lið- inu allan þennan tíma, og er enn. Hjá Svíum, þó svo við getum ekki borið okkur saman við þá svo raunsætt sé, er aldrei neinn öruggur í landslið. Enda eiga þeir aragrúa golfara á alþjóðlegum mælikvarða og nokkra sem eru famir að blanda sér í toppbaráttuna í heimi at- vinnumanna." Margir efnilegir — En eru ekki margir ungir golfarar á íslandi að koma upp núna sem eiga eftir að fylla þessa breidd sem þú talar um að vanti? „Þó svo ég hafi sagt að það vanti meiri breidd þá hefur hún aukist jafnt og þétt undanfarin ár þó ég geti ekki talað langt aftur í tímann. Það er fullt af ungum og efnilegum golfurum og sem stendur er slík kynslóð að koma upp bæði hjá Keilismönnum og GR.“ Raggi erfiðastur — Talandi um íslenska golfara Úlfar, hver finnst þér erfiðasti mótherji sem þú hefur átt við? íslandsmeistarinn hugsar sig um dá- litla stund en segir svo: „Ragnar held ég, ... jú Raggi er erfiðastur. Hann er rosalegur baráttujaxl og gefst aldrei upp. Siggi Pé er líka mjög erfiður mót- herji og hefur verið í fremstu röð í mörg ár þó svo hann sé langt frá því að vera kominn í flokk með mörgum „gömlum“ og góðum, hann á mikið eftir.“ Ballesteros í uppáhaldi — Ein svona sígild spuming. Hver er þinn uppáhalds erlendi golfari? „Severiano Ballesteros, hann er frá- bær golfleikari. Ég sá hann í fyrsta skipti með „berum augurn" í keppni í sumar þegar við fórum saman ég og Bjöm Axelsson, Akureyrarmeistari, eftir keppni á alþjóðlegu unglingamóti í Belgíu. Við fórum og sáum einn keppn- isdag í German-open. Þama voru menn eins og Bernand Langer, Þjóðverjinn og Bretinn Sandy Lyle ásamt Ballesteros og svo margir fleiri frægir. Það var und- arleg tilfmning að sjá Ballesteros í leik aðeins í nokkurra metra fjarlægð. Þegar við komum inn á svæðið gekk ég að púttgríninu og fylgdist með köppunum æfa. Þá hnippti Bjössi í mig og sagði: Úlli sérðu þennan"? Ég sneri mér við, var þá ekki sjálfur Ballesteros að æfa púttin. Við vorum nýkomnir inn á svæð- ið og ég hreinlega kiknaði í hnjáliðun- um. Sjálfur draumagolfarinn rétt hjá mér.“ Úlfar hlær þegar hann hugsar til atviksins sem honum þótti svo mikið um og segir svo: „Hugsaðu þér ef mað- ur fengi að spila á móti honum einhvern tíma. Hann á eftir að vera lengi í þessu ennþá, hver veit nema maður fái tæki- færi,“ segir Úlli og brosir. Skoða úrvalið Þegar hér var komið við sögu lukum við spjallinu sem fram fór á veitingastað í Hafnarfirði og ég ók íslandsmeistaran- um til síns heima, að Breiðvangi 10. Rétt áður en kappinn steig út úr bílnum sagði ég honum að ein spuming hafi gleymst. „Hvað er það?“ sagði Úlfar. — „Hefur íslandsmeistarinn einhvem tíma til að hugsa um kvenfólk?" „Oh, ég hélt og var að vona að þú hefðir gleymt þessari" sagði hann og leit upp í loftið þegar hann tók í húninn. „Ég er ekki á föstu, en maður skoðar auðvitað úrval- ið“... Bíkleiga Flugleiða leysir tímabundna þörf þína bíl, hvort heldur er í viðskipta- eða skemmtiferð. Fjölbreytt úrval nýrra og nýlegra bíla við allra hæfi. Sími (91) 690 200 32

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.