Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1986, Page 36

Íþróttablaðið - 01.10.1986, Page 36
Michael Laudrup Leikmenn Juventus á æfingu með Fauvo, Scirea, Bonini, Brio og Platini í broddi fylkingar. dvelja í Hollandi og æfa með unglinga- liðinu. „Það var eftir leik með KB gegn unglingaliði Ajax að forráðamenn Ajax töluðu við þjálfara minn og óskuðu eftir því að ég yrði eftir í Hollandi um tíma. Jú, við unnum leikinn 4-1 og líklega hafa þeir séð eitthvað í mér sem vakti áhuga þeirra. Ég hafði ekki áhuga á að dvelja hjá Ajax en tveimur árum síðar dvaldi ég í vikutíma hjá Feyenoord." HAFNAÐI LIVERPOOL Laudrup fór aftur til Bröndby, síns gamla félags þegar hann var 17 ára og lék sinn fyrsta deildarleik skömmu síð- ar. Nánast strax eftir þann leik hringdi síminn hjá Laudrup og stórliðið Barce- lona var á línunni. Laudrup skrapp til Spánar en eftir að faðir hans hafði ráð- fært sig við Allan Simonsen sem eitt sinn lék með Barcelona var ákveðið að sleppa þessu gullna tækifæri. Mánuði síðar kom Liverpool inn í myndina og bauð Laudrup 4 ára samning. Laudrup vildi hélst ekki semja lengur en til 2 ára — og í mesta lagi 3 ár. Hann vildi ekki binda sig um of í byrjun atvinnu- mannaferilsins. Laudrup feðgarnir voru ánægðir með þá peninga sem Liv- erpool bauð en 4 ár væri of langur tími og því slepptu þeir þessu tækifæri einnig. Það eru vart margir knatt- spyrnumenn í heiminum sem telja sig hafa efni á að hafna boði frá Liverpool sem er einn virtasti klúbbur í heimi. En langaði Laudrup ekki til Liverpool? „Jú, ég hefði ekkert á móti því að leika með Liverpool en þó tel ég að knatt- spyrnan á Ítalíu henti mér betur. í Englandi er of mikið um kýlingar og sá leikstíll hentar mér síður.“ LAUDRUP TILÍTALÍU Tveimur mánuðum eftir að Laudrup hafnaði Liverpool blandaði Juventus sér inn í líf piltsins. Feðgarnir brugðu sér til Torino, hittu forseta Juventus Boniperti að máli og gengið var frá málunum á örfáum mínútum. Laudrup dvaldi þó um skeið í Danmörku og kláraði sitt nám. Árið 1983 fór hann til Ítalíu og þá sem lánsmaður til Lazio sem er vinarfélag Juventus. „Það voru mikil viðbrigði að koma til Ítalíu og byrja í atvinnumennsku. Heima í Dan- mörku er að mestu leyti um áhuga- mennsku að ræða og því var stökkið stórt. Hér er hægt að einbeita sér al- gjörlega að fótboltanum en heima þurfti maður að vinna í 8 tíma áður en farið var á æfingu. Það var mér góð reynsla að byrja hjá litlu félagi eins og Lazio og komst ég þar í kynni við 36

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.