Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 36

Íþróttablaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 36
Michael Laudrup Leikmenn Juventus á æfingu með Fauvo, Scirea, Bonini, Brio og Platini í broddi fylkingar. dvelja í Hollandi og æfa með unglinga- liðinu. „Það var eftir leik með KB gegn unglingaliði Ajax að forráðamenn Ajax töluðu við þjálfara minn og óskuðu eftir því að ég yrði eftir í Hollandi um tíma. Jú, við unnum leikinn 4-1 og líklega hafa þeir séð eitthvað í mér sem vakti áhuga þeirra. Ég hafði ekki áhuga á að dvelja hjá Ajax en tveimur árum síðar dvaldi ég í vikutíma hjá Feyenoord." HAFNAÐI LIVERPOOL Laudrup fór aftur til Bröndby, síns gamla félags þegar hann var 17 ára og lék sinn fyrsta deildarleik skömmu síð- ar. Nánast strax eftir þann leik hringdi síminn hjá Laudrup og stórliðið Barce- lona var á línunni. Laudrup skrapp til Spánar en eftir að faðir hans hafði ráð- fært sig við Allan Simonsen sem eitt sinn lék með Barcelona var ákveðið að sleppa þessu gullna tækifæri. Mánuði síðar kom Liverpool inn í myndina og bauð Laudrup 4 ára samning. Laudrup vildi hélst ekki semja lengur en til 2 ára — og í mesta lagi 3 ár. Hann vildi ekki binda sig um of í byrjun atvinnu- mannaferilsins. Laudrup feðgarnir voru ánægðir með þá peninga sem Liv- erpool bauð en 4 ár væri of langur tími og því slepptu þeir þessu tækifæri einnig. Það eru vart margir knatt- spyrnumenn í heiminum sem telja sig hafa efni á að hafna boði frá Liverpool sem er einn virtasti klúbbur í heimi. En langaði Laudrup ekki til Liverpool? „Jú, ég hefði ekkert á móti því að leika með Liverpool en þó tel ég að knatt- spyrnan á Ítalíu henti mér betur. í Englandi er of mikið um kýlingar og sá leikstíll hentar mér síður.“ LAUDRUP TILÍTALÍU Tveimur mánuðum eftir að Laudrup hafnaði Liverpool blandaði Juventus sér inn í líf piltsins. Feðgarnir brugðu sér til Torino, hittu forseta Juventus Boniperti að máli og gengið var frá málunum á örfáum mínútum. Laudrup dvaldi þó um skeið í Danmörku og kláraði sitt nám. Árið 1983 fór hann til Ítalíu og þá sem lánsmaður til Lazio sem er vinarfélag Juventus. „Það voru mikil viðbrigði að koma til Ítalíu og byrja í atvinnumennsku. Heima í Dan- mörku er að mestu leyti um áhuga- mennsku að ræða og því var stökkið stórt. Hér er hægt að einbeita sér al- gjörlega að fótboltanum en heima þurfti maður að vinna í 8 tíma áður en farið var á æfingu. Það var mér góð reynsla að byrja hjá litlu félagi eins og Lazio og komst ég þar í kynni við 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.